
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Velferðasvið ber ábyrgð á áætlanagerð, samhæfingu og samþættingu verkefna á sviði velferðarþjónustu, eftirliti í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum, mat á árangri og þróun velferðarþjónustu og nýrra úrræða og gerð þjónustusamninga um framkvæmd þjónustunnar. Velferðarsvið býr Reykjavíkurborg ennfremur undir að taka við nýjum velferðarverkefnum frá ríki svo sem í málefnum fatlaðra, öldrunarþjónustu og heilsugæslu.
Velferðarsvið ber ábyrgð á framkvæmd þjónustu á sviði velferðarmála, þar með talinni félagsþjónustu fyrir alla aldurshópa og barnavernd. Velferðarsvið ber ábyrgð á rekstri þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og starfseininga sem undir þær heyra. Velferðarsvið vinnur með velferðarráði og barnaverndarnefnd og sinnir málefnum þeirra. Þjónustumiðstöðvar vinna með hverfaráðum í hverfum borgarinnar.
Velferðarsvið sér einnig um rekstur miðlægrar velferðarþjónustu þvert á borgina, átaksverkefna vegna endurhæfingar fólks, heildstæðu forvarnastarfi í Reykjavík, inntöku í húsnæðis- og búsetuúrræði, rekstur hjúkrunarheimila, rekstur framleiðslueldhúss og rekstur heimahjúkrunar í Reykjavík samkvæmt samningi við ríkið þar um.

Virkniþjálfi í félagsstarfi
Samfélagshúsið á Aflagranda auglýsir eftir virkniþjálfa í skemmtilegt starf í 100% starf. Í húsinu fer fram fjölbreytt félagsstarf þar sem aðal markmiðið er að efla og virkja fólk til félagslegrar þátttöku og stuðla að bættri heilsu og líðan fólks.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Skipulagning, undirbúningur og framkvæmd félagsstarfs í samráði við þátttakendur, notendaráð og samstarfsfólk.
- Virkja hugmyndir sem upp koma með hugmyndafræði um virkni að leiðarljósi.
- Lögð er áhersla á metnað og áhuga á að takast á við ný verkefni í afar spennandi vinnuumhverfi þar sem lífsgleði fær að njóta sín.
- Sér meðal annars um auglýsingar, samfélagsmiðla, utanumhald verkefna og samstarf til eflingar félagsauðs.
- Önnur þau verkefni sem yfirmenn fela honum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
- Hæfni í mannlegum samskiptum.
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
- Þekking og reynsla af félagsstarfi, þjónustu við fólk og verkefnastjórnun er æskileg.
- Íslenskukunnátta B2 í samræmi við samevrópskan tungumálaramma.
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
Advertisement published5. May 2025
Application deadline16. May 2025
Language skills

Required
Location
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (11)

Teymisstjóri á íbúðakjarna Barðastöðum
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Starfsmaður í þjónustukjarna við Sléttuveg- sumarstarf
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Teymisstjóri í heimahjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Sjúkraliði á ferð og flugi um borgina
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Sumarstarf í íbúðakjarna í Þorláksgeisla
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Teymisstjóri í endurhæfingarteymi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Stuðningsráðgjafi á skammtímadvöl fyrir fötluð börn/ungmenni
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Skemmtilegt sumarstarf í skammtímadvöl fyrir fötluð börn
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Sumarstarf á heimili fyrir fatlaða í Hlíðunum
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Sumarafleysingar á heimili fyrir fatlaða.
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Spennandi starf stuðningsráðgjafa í búsetuþjónustu
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið