Arnheiður og Árdís NPA
Arnheiður og Árdís NPA
Arnheiður og Árdís NPA

Sumarstarf - tvær aðstoðarkonur óskast saman á dagvaktir

Við systurnar Arnheiður og Árdís verðum 16 ára í vor og erum að leita okkur að aðstoðarkonum til þess að aðstoða okkur í sumarfríinu.

Við erum hreyfihamlaðar og notum rafmagnshjólastóla og felst aðstoðin í því að aðstoða okkur við allar daglegar athafnir bæði inni á heimili okkar og utan þess, aðstoða okkur í vinnu, fara með okkur í bæinn, bíó, kaffihús eða bara það sem okkur dettur í hug.

Við leitum að tveimur aðstoðarkonum þar sem við erum tvær, við hvetjum einstaklinga, vinkonur, systur eða frænkur að sækja um.

Viỗ óskum eftir því að þú sért:

  • Hraust
  • Stundvís
  • Jákvæð
  • Þolinmóð
  • Hugmyndarík
  • Hress og fjörug
  • Reyklaus
  • Með bílpróf
  • 20 ára eða eldri
  • Íslenskumælandi
  • Hreint sakarvottorð

Ekki er nauðsynlegt að hafa reynslu af því að vinna með fötluðu fólki.

Við erum með stóran bíl sem notaður er á milli staða og því er æskilegt að aðstoðarkonur treysti sér til þess að keyra hann, það er minna mál að keyra hann en það lítur út fyrir að vera.

Vinnutíminn er virka daga frá kl. 9-17 frá 10. júní þar til framhaldsskólarnir hefjast.

Við búum í Mosfellsbæ og er starfið unnið eftir hugmyndafræði NPA um sjálfstætt líf.

Allar frekari upplýsingar fást hjá Söru Birgisdóttur (mömmu okkar)
[email protected]

Með umsókn skal ferilskrá og meðmæli fylgja með.

Helstu verkefni og ábyrgð

Aðstoða okkur við allar daglegar athafnir og aðstoða okkur við að vera sjálfstæðar

Fríðindi í starfi

Fæði á vinnutíma

Advertisement published15. January 2026
Application deadlineNo deadline
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Akurholt 20, 270 Mosfellsbær
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.HonestyPathCreated with Sketch.Clean criminal recordPathCreated with Sketch.Driver's licencePathCreated with Sketch.Non smokerPathCreated with Sketch.PunctualPathCreated with Sketch.Team workPathCreated with Sketch.No vaping
Suitable for
Professions
Job Tags