

Helgarstarfsfólk óskast - Fullt starf í boði yfir sumarið
Rent a Party óskar eftir öflugu og jákvæðu starfsfólki til starfa um helgar með möguleika á fullu starfi yfir sumarið.
Starfið hentar vel fyrir fólk sem hefur gaman af fjölbreyttum verkefnum og vill vera hluti af skemmtilegu teymi.
Vinnutími er 9-16 um helgar en getur verið sveigjanlegur. Einnig eru oft í boði verkefni á kvöldin á virkum dögum og um helgar.
Við leitum að einstaklingum sem:
-
Eru áreiðanlegir og stundvísir
-
Hafa góða þjónustulund og jákvætt viðmót
-
Geta unnið sjálfstætt sem og í teymi
-
Eru líkamlega hraustir
Gott væri ef einstaklingurinn gæti hafið störf sem fyrst.
Uppsetning og frágangur á leigubúnaði
Undirbúa leigubúnað fyrir útleigur
Afhending og móttaka á búnaði
Almenn þjónusta við viðskiptavini
Önnur tilfallandi verkefni
Bílpróf er nauðsynlegt og vilji til þess að læra á allan þann fjölbreytta búnað sem við bjóðum upp á.
Möguleiki á fullu starfi yfir sumarið
Icelandic
English










