
Sólvangur hjúkrunarheimili
Sóltún hóf störf í janúar 2002 og var fyrsta hjúkrunarheimilið á landinu sem fór í einkaframkvæmd. Við bjóðum upp á hjúkrun, heilsueflingu og stuðning en í dag eru rekin tvö hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu, Sóltún í Reykjavík og Sólvangur í Hafnarfirði sem opnaði árið 2019. Auk heimilanna tveggja er boðið upp á heimaþjónustu, endurhæfingu, dagdvöl og dagþjálfun.
Heimilisandi og virðing fyrir einkalífi hvers skjólstæðings er ráðandi í okkar starfi en einnig öryggiskennd íbúanna sem hlýst með sambýli við aðra og sólarhrings hjúkrunarþjónustu.
Athafnir daglegs lífs eru viðfangsefni á hvoru heimili fyrir sig. Áhersla er lögð á þátttöku íbúa og aðstandenda þeirra eftir getu, óskum og vilja hvers og eins.

Sumarstarf í dagdvölum
Á Sólvangi hjúkrunarheimili í Hafnarfirði er sérhæfð dagþjálfun fyrir einstaklinga með heilabilun og einnig er þar almenn dagdvöl.
Við leitum að almennu starfsfólki sem hefur áhuga á samskiptum við fólk og er tilbúið að takast á við fjölbreytt, krefjandi og skemmtileg verkefni.
Starfshlutfall og vinnutími samkomulagsatriði.
Skilyrði er að viðkomandi hafi góða íslenskukunnáttu (C1/C2), sé orðinn 18 ára og með hreint sakavottorð.
Helstu verkefni og ábyrgð
Meðal verkefna eru ýmis konar hreyfing, bæði inni og úti, aðstoð við athafnir daglegs lífs og þátttaka í fjölbreyttu hópastarfi.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Færni í mannlegum samskiptum
- Góð íslenskukunnátta
- Jákvæðni og stundvísi
Fríðindi í starfi
- Samgöngustyrkur
- Velferðartorg
- Niðurgreiddur hádegismatur
Nánari upplýsingar
veitir Guðbjörg deildarstjóri, í gegnum tölvupóstfangið [email protected].
Advertisement published15. January 2026
Application deadlineNo deadline
Language skills
IcelandicRequired
Location
Sólvangsvegur 2, 220 Hafnarfjörður
Type of work
Skills
PositivityConscientiousPunctual
Suitable for
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Sumarstarf - tvær aðstoðarkonur óskast saman á dagvaktir
Arnheiður og Árdís NPA

Starfsmaður óskast á skammtímadvölina Móaflöt í Garðabæ
Garðabær

Starfsmaður óskast á Ægisgrund
Garðabær

Sumarstarf í umönnun – Sóltún
Sóltún hjúkrunarheimili

Sumarstarf í umönnun – Sóltún Sólvangi
Sólvangur hjúkrunarheimili

Sumarstörf í fangelsum
Fangelsismálastofnun ríkisins

Starfskraftur í heimaþjónustu
Best heima

Starfsmaður í dagþjálfun - Sumarstarf
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili

Umönnun - Eir, Skjól og Hamrar - Sumarstörf
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili

Stuðningsfulltrúi við Borgarholtsskóla
Borgarholtsskóli

Sumarstörf Velferðarsvið: Karlar í velferðarþjónustu
Akureyri

Skemmtilegt starf stuðningsfulltrúa í búsetukjarna fyrir fatlað fólk
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið