
Sóltún hjúkrunarheimili
Sóltún hóf störf í janúar 2002 og var fyrsta hjúkrunarheimilið á landinu sem fór í einkaframkvæmd. Við bjóðum upp á hjúkrun, heilsueflingu og stuðning en í dag eru rekin tvö hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu, Sóltún í Reykjavík og Sólvangur í Hafnarfirði sem opnaði árið 2019. Auk heimilanna tveggja er boðið upp á heimaþjónustu, endurhæfingu, dagdvöl og dagþjálfun.
Heimilisandi og virðing fyrir einkalífi hvers skjólstæðings er ráðandi í okkar starfi en einnig öryggiskennd íbúanna sem hlýst með sambýli við aðra og sólarhrings hjúkrunarþjónustu.
Athafnir daglegs lífs eru viðfangsefni á hvoru heimili fyrir sig. Áhersla er lögð á þátttöku íbúa og aðstandenda þeirra eftir getu, óskum og vilja hvers og eins.

Sumarstarf í umönnun – Sóltún
Viltu vera sólarmegin í sumar ?
Gefandi starf og dýrmæt reynsla!
Við leitum að duglegu, jákvæðu og stundvísu fólki til starfa við umönnun á Sóltúni hjúkrunarheimili í Reykjavík. Umsækjendur þurfa að hafa góða samskiptahæfni og hafa gaman af því að umgangast eldra fólk.
Skilyrði er að viðkomandi hafi góða íslenskukunnáttu (C1/C2), sé orðinn 18 ára og með hreint sakavottorð.
Um er að ræða sumarstarf með möguleika á framlengingu, mikilli vinnu og góðum tekjum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Veita aðstoð við daglega umönnun íbúa
- Teymisvinna sem stuðlar að öruggu og hlýlegu umhverfi fyrir íbúa
- Ýmis tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Áhugi á að vinna með fólki
- Góð samskiptahæfni
- Stundvísi
- Jákvæðni og metnaður í starf
Fríðindi í starfi
- Velferðartorg
- Niðurgreiddur hádegismatur
- Samgöngustyrkur
Advertisement published15. January 2026
Application deadlineNo deadline
Language skills
IcelandicRequired
Location
Sóltún 2, 105 Reykjavík
Type of work
Skills
ReliabilityPositivityHuman relationsConscientiousPunctualCare (children/elderly/disabled)
Suitable for
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Starfsmaður óskast á Ægisgrund
Garðabær

Sumarstarf í dagdvölum
Sólvangur hjúkrunarheimili

Sumarstarf í umönnun – Sóltún Sólvangi
Sólvangur hjúkrunarheimili

Starfskraftur í heimaþjónustu
Best heima

Starfsmaður í dagþjálfun - Sumarstarf
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili

Umönnun - Eir, Skjól og Hamrar - Sumarstörf
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili

Stuðningsfulltrúi við Borgarholtsskóla
Borgarholtsskóli

Skemmtilegt starf stuðningsfulltrúa í búsetukjarna fyrir fatlað fólk
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Dagdvölin Árblik óskar eftir leiðbeinanda
Árblik

Sjúkraliði óskast til starfa á Patreksfirði
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða

Sjúkraliði óskast til starfa á Sjúkradeild á Ísafirði
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða

NPA aðstoðamaður óskast í 50% dagvinnustarf.
FOB ehf.