
Jómfrúin
Jómfrúin er rótgróinn staður í Reykjavík
Jómfrúin býður upp á mikið úrval af dönsku smurbrauði í bland við klassíska danska og skandinavíska aðalrétti . Hefð og handbragð danskrar matreiðslu ásamt áræðinni íslenskri nýjungasmíð er í öndvegi.
Jómfrúin hefur starfað óslitið í 25 ár og fastagestir hafa haldið tryggð við staðinn allan tímann sem segir meira en mörg orð. Dönsku áhrifin eru sterk enda er fátt danskara en smurbrauð. Hefðin skiptir öllu máli, smurbrauð á að vera fallega skreytt, topphlaðið og matarmikið.
Jakob Jakobsson stofnandi staðarins er fyrsti karlmaðurinn í heiminum til að útskrifast sem „smørrebrødsjomfru“ frá hinu heimsfræga veitingahúsi Idu Davidsen, arftaka smurbrauðsveitingahúss Oscars Davidsen í Kaupmannahöfn.
Sonur Jakobs, Jakob jr. veitir nú Jómfrúnni forstöðu og hefur gert frá 2015 eftir að hafa verið viðloðandi fyrirtækið með hléum frá árinu 2003.
Jómfrúin er staðsett í Lækjargötu 4, í hjarta miðborgarinnar. Að baki veitingastaðarins er skjólsælt torg þar sem gestir geta setið úti á góðviðrisdögum.
Velbekomme!

Starfsfólk óskast í eldhús - Kitchen staff - framtíðarstarf
Jómfrúin veitingahús bætir í mannaflann.
Óskað er eftir starfskröftum í eldhús á Lækjargötu.
Um er að ræða fullt starf.
Reynsla af eldhússtörfum og/eða smurbrauðsgerð er mikill kostur.
Góð íslensku- og enskukunnátta er nauðsynleg.
20 ára og eldri koma til greina í starfið.
Unnið er á 12 tíma vöktum með 2-2-3 kerfinu
Advertisement published5. March 2025
Application deadlineNo deadline
Language skills

Required
Location
Lækjargata 4, 101 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (1)
Similar jobs (12)

Matreiðslunemi
Fiskmarkaðurinn

Hlutastarf í mötuneyti
Íslensk erfðagreining

BlikBistro leitar af kokkum og þjónum
Blik Bistró

Kokkur / Chef
Bhangra Veitingar ehf.

Sous Chef í sumar - Lítill veitingastaður á Austurlandi
Berunes

Sumar í sveit - Seasonal Housekeepers
Berunes

Sumarstarf Menam Selfossi - wok kokkur
Menam

Afgreiðsla eða Crêpes gerð - Akureyri
Sykurverk Café

Commis Chef / Kokkur
The Reykjavik EDITION

Aðstoðarmatráður
Leikskólinn Jötunheimar

Job Opening: Shift Leader – Tokyo Sushi Keflavík
Tokyo Sushi Reykjanesbæ

Matreiðslumaður/ Chef de partie
Hótel Búðir ehf.