
Jómfrúin
Jómfrúin er rótgróinn staður í Reykjavík
Jómfrúin býður upp á mikið úrval af dönsku smurbrauði í bland við klassíska danska og skandinavíska aðalrétti . Hefð og handbragð danskrar matreiðslu ásamt áræðinni íslenskri nýjungasmíð er í öndvegi.
Jómfrúin hefur starfað óslitið í 25 ár og fastagestir hafa haldið tryggð við staðinn allan tímann sem segir meira en mörg orð. Dönsku áhrifin eru sterk enda er fátt danskara en smurbrauð. Hefðin skiptir öllu máli, smurbrauð á að vera fallega skreytt, topphlaðið og matarmikið.
Jakob Jakobsson stofnandi staðarins er fyrsti karlmaðurinn í heiminum til að útskrifast sem „smørrebrødsjomfru“ frá hinu heimsfræga veitingahúsi Idu Davidsen, arftaka smurbrauðsveitingahúss Oscars Davidsen í Kaupmannahöfn.
Sonur Jakobs, Jakob jr. veitir nú Jómfrúnni forstöðu og hefur gert frá 2015 eftir að hafa verið viðloðandi fyrirtækið með hléum frá árinu 2003.
Jómfrúin er staðsett í Lækjargötu 4, í hjarta miðborgarinnar. Að baki veitingastaðarins er skjólsælt torg þar sem gestir geta setið úti á góðviðrisdögum.
Velbekomme!

Dishwasher/Kitchen assistant needed
Jómfrúin veitingahús bætir í mannaflann.
Óskað er eftir starfskröftum í uppvask sem og aðstoð í eldhúsi.
Unnið er á 12 tíma vöktum með 2-2-3 kerfinu
Advertisement published5. March 2025
Application deadlineNo deadline
Language skills

Required
Location
Jómfrúin
Type of work
Skills
Kitchen work
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Sumarstarf - Hostel og tjaldsvæði - Lava Hostel and camping
Ferðbúinn ehf.

Kokkur / Chef
Bhangra Veitingar ehf.

Sumar í sveit - Seasonal Housekeepers
Berunes

Sumarstarf Menam Selfossi - wok kokkur
Menam

Afgreiðsla eða Crêpes gerð - Akureyri
Sykurverk Café

Kópavogslaug - Hlutastarf (52%)
Kópavogsbær

Commis Chef / Kokkur
The Reykjavik EDITION

Sumarstörf í sundlauginni Ásgarði
Garðabær

Sumarstörf í sundlauginni Álftanesi
Garðabær

Aðstoðarmatráður
Leikskólinn Jötunheimar

Job Opening: Shift Leader – Tokyo Sushi Keflavík
Tokyo Sushi Reykjanesbæ

Bílstjóri / Driver
Bus4u Iceland