

Skóla- og frístundaliði - Engidalsskóli 100% starf
Engidalsskóli óskar eftir að ráða skóla- og frístundaliða í fullt starf.
Engidalsskóli var stofnaður árið 1978, skólinn var sameinaður Víðistaðaskóla fyrir um áratug en endurheimti sjálfstæði sitt aftur haustið 2020 og er mikið uppbyggingarstarf í gangi. Skólinn er lítill og notalegur, hann sækja nemendur í 1.-7. bekk, í vetur eru nemendur tæplega 200.
Leiðarljós skólans eru Ábyrgð - Virðing – Vellíðan
Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðunni www.engidalsskoli.is
Í Engidalsskóla er starfrækt frístundaheimili fyrir 6 - 9 ára börn og félagsmiðstöð fyrir 10 - 12 ára börn. Markmið frístundastarfs er að gefa börnum og ungmennum tækifæri til að stunda skapandi og þroskandi félagsstarf í heilbrigðu umhverfi á jafnréttisgrundvelli.
Starfið felur í sér stuðning og aðstoð við nemendur á skólatíma og stýra hópum í frístundastarfi skólans.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Stuðningur við börn í skólastarfi
- Starfa á frístundaheimili fyrir yngri nemendur
- Stýra hópi í frístundastarfi
- Starfa með fjölbreyttum nemendahópi
- Aðstoðar í matsal og við undirbúning matmálstíma
- Fylgjast með og aðstoða börn í leik og starfi
- Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu skóla- og frístundaliða og sem yfirmaður felur starfsmanni
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Reynsla af sambærilegu starfi kostur
- Áhugi á faglegu starfi með börnum
- Góð íslenskukunnátta
- Samstarfs- og samskiptahæfni
- Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
- Hæfni til að aðlagast breyttum aðstæðum
- Geta til að vinna undir álagi
Skilyrði við ráðningu er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.
Nánari upplýsingar veitir Margrét Halldórsdóttir, skólastjóri, [email protected] í síma 5554433.
Um kaup og kjör fer samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitafélaga við Starfsmannafélag Hafnarfjarðarbæjar.
Umsóknarfrestur er til og með 5. desember 2025.
Ráðið er í stöðuna frá janúar 2026.
Greinargóð ferilskrá fylgi umsókn.
Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.
Icelandic



















