Álftanesskóli
Álftanesskóli
Álftanesskóli

Deildarstjóri við Álftanesskóla

Álftanesskóli auglýsir eftir metnaðarfullum og drífandi einstaklingi til að sinna starfi deildarstjóra í 1.-6. bekk í 80-100% starfi. Deildarstjóri er faglegur leiðtogi og er hluti af stjórnendateymi skólans. Álftanesskóli er heildstæður grunnskóli í Garðabæ fyrir nemendur í 1.-10. bekk og eru tæplega 400 nemendur í skólanum og 75 starfsmenn.
Í skólanum fer fram metnaðarfullt starf sem er í stöðugri þróun. Skólinn vinnur eftir hugmyndafræði og vinnubrögðum "Uppeldi til ábyrgðar - uppbygging sjálfsaga", leiðsagnarmati og vaxandi hugarfari. Gildi skólans eru ábyrgð, samvinna og virðing.

Lögð er áhersla á öflugt og framsækið skólastarf, samfellu í námi barna og samstarfi milli aldursstiga, einkunnarorð skólans eru "Allir eru einstakir".

Leitað er að einstaklingi sem er tilbúinn til að starfa að sveigjanlegu skólastarfi samkvæmt skólastefnu Garðabæjar og áherslum Álftanesskóla.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stýrir daglegu skólastarfi í samvinnu við skólastjóra og aðra stjórnendur
  • Er hluti af stjórnunarteymi skólans
  • Ber ábyrgð á stjórnun á viðkomandi skólastigi
  • Stuðlar að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og fagaðila innan og utan skólans
  • Skipulag og framkvæmd daglegs skólastarfs með farsæld barna að leiðarljósi
  • Sinnir kennslu á viðkomandi skólastigi skv. kjarasamningi SÍ
  • Sinnir þeim verkefnum sem yfirmaður felur honum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfisbréf til kennslu (leyfisbréf fylgi umsókn)
  • Að lágmarki 90 námseiningar í uppeldis- og kennslufræðigreinum
  • Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi og reynsla af stjórnun æskileg
  • Reynsla af þátttöku í skólaþróunarverkefnum og teymisvinnu
  • Kennslureynsla á grunnskólastigi
  • Lipurð og færni í mannlegum samskiptum ásamt metnaði í starfi og góðu orðspori
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum 
  • Þekking á Leiðsagnarnámi og Uppeldi til ábyrgðar er æskileg
  • Íslenskukunnátta á stigi C1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
  • Góð tölvukunnátta
Fríðindi í starfi

Starfsmenn sveitarfélagsins fá hreyfistyrk, frítt í sund, bókasafn Garðabæjar og Hönnunarsafn Íslands. Þá hefur starfsfólk í skólum Garðabæjar möguleika á að sækja um styrki í þróunarsjóði leik- og grunnskóla Garðabæjar og er þeim ætlað að stuðla að nýbreytni og framþróun í starfi skóla bæjarins.

Advertisement published17. November 2025
Application deadline1. December 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
Location
Breiðumýri, 225 Breiðumýri
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.ConscientiousPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.Planning
Professions
Job Tags