Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær

Þroskaþjálfi - Víðistaðaskóli

Víðistaðaskóli óskar eftir að ráða þroskaþjálfa til starfa sem fyrst

Við í Víðistaðaskóla óskum eftir að ráða þroskaþjálfa sem fyrst til að annast námsaðlögun og stuðning við fjölbreyttan nemendahóp í samvinnu við umsjónarkennara. Viðkomandi aðili er viðbót við góðan hóp starfsmanna við öll stig skólans. Við leitum eftir samviskusömum, glöðum og duglegum aðila sem vinnur vel í hóp og er tilbúinn að mæta nemendum okkar á þeim stað sem þau eru.

Í Víðistaðaskóla eru rúmlega 500 nemendur og um 100 starfsmenn. Við leggjum áherslu á fjölbreytileikann, líðan nemenda og fjölbreytta kennsluhætti. Leiðarljós skólans eru Ábyrgð - Virðing og Vinátta. Í skólanum er unnið eftir SMT skólafærni þar sem lögð er áhersla á að styrkja og efla jákvæð samskipti milli nemenda sem og annarra í skólasamfélaginu. Við erum heilsueflandi grunnskóli sem hugsar um umhverfi sitt í anda Græn fánans.

Í Víðistaðaskóla er góður starfsandi og samheldni meðal þeirra sem í skólanum starfa. Við erum áhugasöm og metnaðarfull í því sem við tökum okkur fyrir hendur.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Annast námsaðlögun og stuðning við fjölbreyttan nemendahóp í samvinnu við umsjónarkennara.
  • Stuðla að velferð nemenda í góðu samstarfi við foreldra/forráðamenn og annað fagfólk.
  • Vinna með kennurum og deildarstjóra að gerð einstaklingsnámskráa og námsumhverfis sem hæfa ólíkum þörfum nemenda.
  • Að veita nemendum með sérþarfir þjálfun, leiðsögn og stuðning.
  • Vinna að því að skapa gott andrúmsloft í skólanum ásamt því að tryggja öryggi og velferð nemenda og starfsfólks.
  • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu sem yfirmaður felur starfsmanni.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun á sviði þroskaþjálfunar og starfsleyfi sem slíkur
  • Þekking og reynsla af vinnu með nemendum með fjölþættan vanda.
  • Áhugi á starfi með börnum og metnaður til að þróa öflugt skólastarf.
  • Góð færni í samvinnu, samskiptum og teymisvinnu.
  • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð.
  • Þekking á SMT kostur.
  • Stundvísi og samviskusemi.
  • Mjög góð íslenskukunnátta.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Dagný Kristinsdóttir, skólastjóri, í síma 6645890, [email protected] eða Valgerður Júlíusdóttir, aðstoðarskólastjóri, í síma 6645891, [email protected]

Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðunni http://www.vidistadaskoli.is

Umsóknarfrestur er til og með 24. nóvember 2025

Greinargóð ferilskrá og leyfisbréf fylgi umsókn. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Þroskaþjálfafélags Íslands.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Advertisement published10. November 2025
Application deadline24. November 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Type of work
Professions
Job Tags