PLAY
PLAY er íslenskt lágfargjaldaflugfélag sem býður flug til vinsælla áfangastaða á sem hagkvæmastan hátt fyrir farþega og náttúru. Með nýlegum Airbus 320neo og 321neo flugvélum er dregið sem mest úr losun gróðurhúsalofttegunda og þannig leitast við að koma fólki á áfangastað með sem minnstu kolefnisfótspori.
Hjá PLAY er öryggið alltaf í fyrsta sæti og áhersla lögð á stundvísi, einfaldleika, gleði og hagstæð verð.
Hjá PLAY er verið að byggja upp fjölbreyttan starfshóp og einstakan starfsanda. Áhersla er lögð á að skapa starfsmönnum öruggt og jákvætt starfsumhverfi sem er laust við mismunun og hvers konar áreitni. Við viljum bæta í þennan hóp drífandi og kraftmiklu fólki sem vill taka þátt í að breyta íslenskri flugsögu.
Nánari upplýsingar eru veittar í gegnum netfangið [email protected].
Eingöngu er tekið á móti umsóknum á https://flyplay.com/storf.
Sérfræðingur í sölu um borð
Við leitum að kraftmiklum og árangursdrifnum sérfræðingi til að leiða og bæta sölu og upplifun um borð í flugvélunum okkar.
Sérfræðingur í sölu og upplifun um borð hefur umsjón með sölu á mat, drykkjarvörum og tollfrjálsum vörum í öllu áætlunarflugi PLAY ásamt því að hafa yfirumsjón með samskiptum við birgja og tryggja framúrskarandi farþegaupplifun.
Við leitum að úrræðagóðum og útsjónarsömum einstaklingi með sterka gagna- og greiningarhæfni í hliðartekjuteymið okkar.
Viðkomandi mun bera ábyrgð á að þróa og hafa umsjón yfir sölu, afþreyingu og veitingastarfsemi um borð í flugvélum PLAY.
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Þróa og innleiða aðferðir til að auka sölutekjur
-
Ábyrgð á vörustýringu, verðstýringu og vöruþróun á vörum um borð í flugvélum PLAY
-
Greiningar á tekjum og vöruframboði um borð með það að markmiði að hámarka tekjur
-
Vinna náið með veitinga-, innkaupa- og markaðsteymum til að bæta vöruúrval og verðlagningu
-
Samskipti og samninga við birgja og söluaðila til að tryggja hágæðavörur á samkeppnishæfu verði
-
Styðja flugliða í sölutækni
-
Fylgjast með birgðastjórnun um borð
-
Hafa yfirumsjón með stafrænum greiðslulausnum
Menntunar- og hæfniskröfur
-
Háskólamenntun í viðskiptafræði, hagfræði eða önnur sambærileg menntun
-
Framúrskarandi kunnátta í Excel og PowerBI
-
Góð almenn tölvukunnátta
-
Sterk viðskipta- og samningahæfni með áherslu á tekjuöflun
-
Þekking á þróun neytendahegðunar, verðstefnu og sölu
-
Geta til að greina sölugögn og vinna úr þeim
-
Skipulagshæfni, sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði
-
Álagsþol, sveigjanleiki og lausnamiðuð nálgun
-
Framúrskarandi enskukunnátta í ræðu og riti, íslenskukunnátta er kostur
-
Jákvætt viðmót og góðir samskiptahæfileikar
-
Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
-
Hreint sakavottorð
-
Þekking á flugrekstri er kostur
Advertisement published4. February 2025
Application deadline18. February 2025
Language skills
English
Very goodRequired
Location
Suðurlandsbraut 14, 108 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (1)
Similar jobs (12)
KRINGLAN - HELGARVAKTIR
ILSE JACOBSEN Hornbæk
Miðlarar óskast um land allt!
Kassi.is - Uppboðsmiðlun
Sölumaður - Prívat lúxusferðir
Deluxe Iceland
Vörustjóri greiðslna - Viðskiptalausnir
Landsbankinn
Viðskiptastjóri
AÞ-Þrif ehf.
Sérfræðingur í greiningum og stafrænum rannsóknum
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum
Viðskiptastjóri á sölusviði.
Hreint ehf
Afgreiðsla í verslun - Hlutastarf
Vistvera
Gagnasérfræðingur
Blue Lagoon Skincare
Sölufulltrúar í Sportvörur
RJR ehf
SUMARSTARF Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI – GAKKTU TIL LIÐS VIÐ SSP!
SSP Iceland
Sumarstörf í Sindra
SINDRI