Miðlarar óskast um land allt!
Hefurðu áhuga á fjölbreyttu og sjálfstæðu starfi þar sem enginn dagur er eins?
Kassi.is, elsta netsölutorg landsins, gengur nú í endurnýjaða lífdaga með opnun nýrrar uppboðsmiðlunar og leitar að drífandi samstarfs félögum víða um land sem uppboðsmiðlara. Hér er tækifæri til að taka þátt í öflugri uppboðsmiðlun að norrænni fyrirmynd þar sem gæði, fagmennska og þjónustulund eru í fyrirrúmi. Öll netuppboð fara í gegnum miðlara.
Af hverju að verða uppboðsmiðlari hjá Kassi.is?
Sem uppboðsmiðlari hefurðu frelsi til að stjórna eigin tíma, byggja upp þín eigin viðskiptasambönd og vinna í sveigjanlegu umhverfi út frá þinni eigin starfsstöð, einnig taka þátt í uppbyggingu „Hringrás góðvildar“.
Hringrás góðvildar – fjáröflun til framtíðar
Uppboðsmiðlunin Kassi.is býður nýja leið til að styðja íþrótta– og góðgerðafélög í fjáröflun. Fyrirtæki og einstaklingar gefa hluti á góðgerðauppboð þar sem allt söluandvirðið rennur beint til félaganna. Sjálfbært kerfi góðvildar sem styrkir hagsmuni allra – gefenda, kaupenda og félaganna en einnig umhverfisins – í anda hringrásar hagkerfisins.
🔹 Uppboðsstjórnun: Sjá um allt uppboðsferlið frá upphafi til enda.
🔹 Uppboðsmunaöflun: Heimsækja fyrirtæki og afla uppboðsmuna, ýmiskonar vélar, tæki, búnaður ofl.
🔹 Myndataka og skráning: Taka vandaðar myndir og skrifa áhugaverðar uppboðslýsingar.
🔹 Samskipti: Byggja upp traust með viðskiptavinum og svara fyrirspurnum.
🔹 Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
🔹 Góð samskiptahæfni og þjónustulund.
🔹 Grunnþekking á tölvuvinnslu og myndatöku.
🔹 Sveigjanlegt starf með möguleika á að vinna í hluta- eða fullu starfi í skýinu og út frá eigin starfsstöð.
🔹 Tækifæri til vaxtar í öflugu og framsæknu umhverfi þar sem er góð söluþóknun af veltu.
🔹 Byggja upp eigin viðskiptasambönd og stjórna eigin tíma og vinnuumhverfi.