Lögreglustjórinn á Suðurnesjum
Hjá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum starfa um 200 manns. Verkefnin eru fjölbreytt og krefjandi. Í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum er Keflavíkurflugvöllur sem gegnir lykilhlutverki í uppbyggingu almannaflugs á Íslandi og tengir landið við Evrópu og Norður-Ameríku. Í fjölmennu liði lögreglunnar á Suðurnesjum býr mikill þróttur og góð þekking þar sem áhersla er lögð á jafnrétti, starfsánægju, heilbrigðan starfsanda og góð samskipti.
Sérfræðingur í greiningum og stafrænum rannsóknum
Við embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum er laus til umsóknar staða borgaralegs sérfræðings við greiningarvinnu í flóknum sakamálarannsóknum og rannsóknum á stafrænum sönnunargögnum. Gert er ráð fyrir að ráðið verði í stöðuna frá og með 1. mars 2025, eða eftir nánara samkomulagi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vinna að greiningum í flóknum og viðamiklum sakamálarannsóknum og almennur stuðningur við rannsóknir sakamála innan embættisins
- Vinna að rannsóknum og greiningum á stafrænum sönnunargögnum
- Vinna að innskráningu upplýsinga í kerfi lögreglu, greiningu og miðlun þeirra ásamt því að sinna gagnaöflun úr kerfum lögreglu og öðrum kerfum sem lögregla hefur aðgengi að
- Samskipti við aðrar deildir embættisins, starfsfólk annarra embætta vegna samstarfsverkefna og samskipti við erlend löggæsluyfirvöld
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Góð tölvuþekking
- Þekking eða reynsla á rannsóknum stafrænna sönnunargagna
- Þekking á gagnagreiningu
- Reynsla af rannsóknum og starfsemi lögreglu og/eða rannsóknarstuðningi er kostur
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum, samstarfsfærni og góð þjónustulund
- Sjálfstæði í starfi, frumkvæði og skipulagshæfileikar
- Aðlögunarhæfni og geta til að innleiða breytingar
- Jákvætt og lausnamiðað viðhorf
- Umsækjandi þarf að geta unnið utan hefðbundins vinnutíma þegar þess gerist þörf
Þess er vænst að umsækjandi hafi reynslu af störfum þar sem reynt hefur á þessa eiginleika og færni.
Umsókn skal fylgja greinargóð ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið, auk afrita af prófskírteinum.
Advertisement published4. February 2025
Application deadline7. February 2025
Language skills
No specific language requirements
Location
Brekkustígur 39, 260 Reykjanesbær
Type of work
Professions
Job Tags