PLAY
PLAY er íslenskt lágfargjaldaflugfélag sem býður flug til vinsælla áfangastaða á sem hagkvæmastan hátt fyrir farþega og náttúru. Með nýlegum Airbus 320neo og 321neo flugvélum er dregið sem mest úr losun gróðurhúsalofttegunda og þannig leitast við að koma fólki á áfangastað með sem minnstu kolefnisfótspori.
Hjá PLAY er öryggið alltaf í fyrsta sæti og áhersla lögð á stundvísi, einfaldleika, gleði og hagstæð verð.
Hjá PLAY er verið að byggja upp fjölbreyttan starfshóp og einstakan starfsanda. Áhersla er lögð á að skapa starfsmönnum öruggt og jákvætt starfsumhverfi sem er laust við mismunun og hvers konar áreitni. Við viljum bæta í þennan hóp drífandi og kraftmiklu fólki sem vill taka þátt í að breyta íslenskri flugsögu.
Nánari upplýsingar eru veittar í gegnum netfangið [email protected].
Eingöngu er tekið á móti umsóknum á https://flyplay.com/storf.
Farþegaumsjón - Sumarstarf
Við leitum að þjónustuliprum einstaklingi með frábært viðmót og jákvætt hugarfar til að sjá um verkefni sem snúa að farþegaumsjón.
Um er að ræða vaktavinnu í OCC teyminu okkar í Keflavík og felur í sér að þjónusta viðskiptavini í samræmi við þjónustutengdar stefnur og verkferla.
Um sumarstarf er að ræða með möguleika á framhaldi. Það er kostur ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst og unnið til 31. ágúst.
Góð almenn tölvukunnátta, frábærir samskiptahæfileikar og framúrskarandi færni í ensku er skilyrði. Við leitum að einstaklingi sem elskar mannleg samskipti og hefur unun af góðum verkferlum.
Starfsstöðin er á Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða vaktavinnu, þar sem unnið er eftir 5-5-4 vaktakerfi á 12 tíma vöktum, ýmist að degi eða nóttu.
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Tryggja að unnið sé í samræmi við þjónustutengdar stefnur og verkferla fyrir hverja brottför
-
Aðstoða afgreiðsluaðila á útstöðvum
-
Þjónusta og samskipti við farþega ef röskun á flugi á sér stað
-
Ábyrgð og umsýsla með daglegum farþegatengdum málum
-
Samstarf og samskipti við samstarfsaðila innan félagsins og utan
-
Önnur verkefni í samráði við yfirmann
Menntunar- og hæfniskröfur
-
Menntun sem nýtist í starfi
-
Álagsþol, sveigjanleiki og lausnamiðuð nálgun
-
Framúrskarandi enskukunnátta í ræðu og riti
-
Jákvætt viðmót og góðir samskiptahæfileikar
-
Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
-
Góð almenn tölvukunnátta
-
Hreint sakavottorð
-
Þekking á flugrekstri er kostur
Advertisement published31. January 2025
Application deadlineNo deadline
Language skills
English
Very goodRequired
Location
Keflavíkurflugvöllur, 235 Reykjanesbær
Type of work
Skills
ProactiveHuman relationsIndependencePlanningFlexibilityWorking under pressure
Work environment
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)
Þjónustuver Securitas
Securitas
Flugþjónustufólk - Akureyri
Icelandair
Sölufulltrúi Hertz Reykjavík
Hertz Bílaleiga
Maintenance Planner
Air Atlanta Icelandic
Þjónusta í apóteki - Hamraborg
Apótekarinn
Starfsmaður í útkeyrslu og á lager
Rými
Starfsmaður í þjónustuteymi Dineout
Dineout ehf.
Hlutastörf í farþegaþjónustu á Keflavíkurflugvelli
Airport Associates
Sumarstörf á landsbyggðinni
Arion banki
Sumarstörf á höfuðborgarsvæðinu
Arion banki
Hlutastarf í móttöku og símsvörun
Lækning
Sumarstörf hjá Coca-Cola á Íslandi 2025
Coca-Cola á Íslandi