Vegagerðin
Vegagerðin
Vegagerðin

Sérfræðingur á tæknideild á Suðursvæði

Vegagerðin auglýsir eftir öflugum einstaklingi til að sinna hönnun vega á Tæknideild Suðursvæðis. Starfið felst fyrst og fremst í hönnun vegamannvirkja, úrvinnslu mælinga, undirbúningi útboða og framkvæmda. Suðursvæði Vegagerðarinnar nær frá Gígjukvísl á Skeiðarársandi að botni Hvalfjarðar og upp á miðhálendi. Svæðismiðstöð Suðursvæðis er á Selfossi.

Tæknideild Suðursvæðis hefur m.a. umsjón með undirbúningi verka og aflar frumgagna, sinnir eftirliti og gerir áætlanir fyrir hin ýmsu verk. Starfstöð er á Selfossi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Hönnun vegamannvirkja, allt frá frumdrögum til verkhönnunar.
  • Þátttaka í undirbúningi framkvæmda, gerð útboðsgagna o.fl. 
  • Uppgjör og magnreikningar.
  • Úrvinnsla mælinga og gerð landlíkana.
  • Samráð við hagsmunaaðila við undirbúning framkvæmda. 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Verk- eða tæknifræðimenntun, eða önnur menntun sem nýtist í starfi. 
  • Reynsla og kunnátta í notkun teiknikerfa (Cad) er skilyrði. 
    Vegagerðin notar Microstation og Inroads.
  • Reynsla af ámóta störfum er kostur. 
  • Góð tölvukunnátta.  
  • Skipulagshæfni, frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt. 
  • Framúrskarandi samskiptafærni. 
  • Góð kunnátta í talaðri og ritaðri íslensku og ensku.  
Advertisement published1. December 2025
Application deadline15. December 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Intermediate
Location
Breiðamýri 2, 800 Selfoss
Type of work
Professions
Job Tags