Rekstraraðili óskast – Gerðu Efra Nes að þínum!
Náttúruperla í Borgarfirði
Við bakka Þverár í Borgarfirði stendur býlið Efra Nes, aðeins klukkustundar akstur frá Reykjavík. Með geysifallegt útsýni til allra átta, rómantískan sveitastíl og fjölbreytta aðstöðu, er þetta einstakur staður fyrir hvers kyns viðburði, veislur og frí.
Við leitum nú að drífandi aðila eða fyrirtæki til að taka að sér allan rekstur og þróun Efra Ness – staðarins sem er fullkominn fyrir brúðkaup, veislur, fundi, námskeið og hvers kyns viðburði. Rekstraraðilinn mun gera Efra Nes að sínu eigin, axla ábyrgð á allri þjónustu, sölu og tekjuöflun, og nýta möguleika staðarins til fulls.
Helstu verkefni rekstraraðila:
- Sjá um allan daglegan rekstur Efra Ness, þar á meðal sali, útiaðstöðu og veitingasölu.
- Vinna náið með skipuleggjendum og þeim sem stýra viðburðum, stórum sem smáum, með sérsniðnum lausnum fyrir gesti.
- Sjálfstæð markaðssetning og sala með áherslu á tekjuöflun og aukna nýtingu staðarins.
- Umsjón með gisti- og veitingarekstri, þar á meðal vín- og veitingasölu fyrir allt að 150 manns.
Um Efra Nes: Efra Nes er staður sem hefur verið gerður upp af natni í fallegum sveitastíl. Sérhverju smáatriði hefur verið sinnt, og rýmið prýtt vönduðum mublum og munum með einstakan sjarma. Aðstaðan felur í sér:
- Rúmgóða og aðlögunarhæfa sali fyrir veislur, fundi eða námskeið.
- Útiaðstöðu með verönd, bekkjum og bálstæði, skreytt með ullarteppum á kaldari kvöldum.
- Hljóðkerfi, myndvarpa og aðstöðu fyrir viðburði af öllum stærðum og gerðum.
- Gómsætar veitingar, sérsniðnar að óskum gesta, með áherslu á hráefni úr nærumhverfinu.
Við leitum að aðila sem:
- Hefur reynslu af rekstri, sérstaklega í gisti- eða viðburðaþjónustu.
- Er sjálfstæður, drífandi og með sterka hæfileika í sölu og markaðssetningu.
- Hefur brennandi áhuga á að skapa einstaka upplifun fyrir gesti.
- Er tilbúinn að taka Efra Nes að sér sem eigin rekstur og nýta tækifærin sem það býður upp á. ( Þetta er ekki launað starf, þetta er stórt tækifæri fyrir duglegan aðila eða par)
Við bjóðum:
- Einstakt tækifæri til að þróa og reka náttúruperluna Efra Nes með eigin sýn og stefnu í samræmi við stefnu eiganda.
- Frábæran vettvang í óviðjafnanlegu umhverfi með fjölbreytta möguleika í ferðaþjónustu og viðburðastjórnun.
- Sér íbúð með öllu í boði á staðnum
Ef þú sérð þig í þessu hlutverki og vilt gera Efra Nes að þínum eigin rekstri, hvetjum við þig til að hafa samband!
Umsóknir og frekari upplýsingar:
Kynntu þér Efra Nes á www.efranes.is og sendu okkur stutta kynningu á þér, reynslu þinni og framtíðarsýn á efranes@efranes.is fyrir 30.01 2025. Við hlökkum til að heyra frá þér!
- Sjá um allan daglegan rekstur Efra Ness, þar á meðal sali, útiaðstöðu og veitingasölu.
- Vinna náið með skipuleggjendum og þeim sem stýra viðburðum, stórum sem smáum, með sérsniðnum lausnum fyrir gesti.
- Sjálfstæð markaðssetning og sala með áherslu á tekjuöflun og aukna nýtingu staðarins.
- Umsjón með gisti- og veitingarekstri, þar á meðal vín- og veitingasölu fyrir allt að 150 manns.
- Hefur reynslu af rekstri, sérstaklega í gisti- eða viðburðaþjónustu.
- Er sjálfstæður, drífandi og með sterka hæfileika í sölu og markaðssetningu.
- Hefur brennandi áhuga á að skapa einstaka upplifun fyrir gesti.
- Er tilbúinn að taka Efra Nes að sér sem eigin rekstur og nýta tækifærin sem það býður upp á.