Kea Hótelrekstur ehf
Hótel Kea er staðsett í hjarta Akureyrar. Á hótelinu eru 104 herbergi og veitingastaðurinn Múlaberg er inni á hótelinu.
Keahótel reka níu hótel þau eru Hótel Borg, Sand Hótel, Apótek Hótel, Skuggi Hótel, Storm Hótel og Reykjavík Lights í Reykjavík, Hótel Kea á Akureyri, Sigló Hótel á Siglufirði og Hótel Kötlu Vík í Mýrdal.
Keahótel er spennandi vinnustaður þar sem starfar samheldinn hópur með fjölbreyttan bakgrunn. Við leggjum áherslu gott viðmót, þjónustulund, metnað, hæfni, og frumkvæði með það að leiðarljósi að skapa eftirsóknarvert og skilvirkt vinnuumhverfi og ánægða viðskiptavini.
Aðstoðarhótelstjóri á Hótel Kea
Keahótel leitar að öflugum og framsæknum leiðtoga í starf aðstoðarhótelstjóra á Hótel Kea á Akureyri. Starfið felur í sér yfirumsjón með daglegum verkefnum í gestamóttöku ásamt daglegum rekstri í samvinnu við hótelstjóra.
Við leitum að drífandi einstaklingi með ríka þjónustulund og skipulagshæfileika til að ganga í lið með okkur og veita gestum framúrskarandi þjónustu.
Hótel Kea er staðsett í hjarta Akureyrar og er hluti af Keahótel hótelkeðjunni. Hótelið er fallegt 104 herbergja hótel með tveimur veitingastöðum og bar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Yfirumsjón með gestamóttöku og starfsfólki í samvinnu við hótelstjóra
- Þjónustu- og gæðaeftirlit
- Yfirumsjón með bókunum, samskipti við ferðaskrifstofur og gesti
- Skipulagning á komu gesta
- Mönnun vakta og þjálfun starfsmanna
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af hótelstörfum nauðsynleg
- Leiðtogahæfni og geta til að hvetja aðra starfsmenn til árangurs, jákvætt viðmót og rík þjónustulund
- Frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæði í starfi
- Góð íslensku- og enskukunnátta nauðsynleg
- Góð almenn tölvukunnátta
Advertisement published3. January 2025
Application deadline24. January 2025
Language skills
Icelandic
Very goodRequired
English
Very goodRequired
Location
Hafnarstræti 87-89, 600 Akureyri
Type of work
Professions
Job Tags