Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær

Ráðgjafi í málefnum fatlaðs fólks og eldri borgara - Fjölskyldu- og barnamálasvið

Hafnarfjarðarbær óskar eftir ráðgjafa í málefnum fatlaðs fólks og eldri borgara í stuðnings- og stoðþjónustuteymi á fjölskyldu- og barnamálasviði. Um er að ræða tímabundna stöðu í sex mánuði með möguleika á framlengingu. Starfshlutfall er 100%.

Teymi stuðnings- og stoðþjónustu sér um almenna og sérhæfða þjónustu og ráðgjöf við aldrað  fólk, fatlað fólk og fjölskyldur þeirra á grundvelli laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir  og almenna þjónustu við eldra fólk og aðra sem eru í þörf fyrir slíka þjónustu á grundvelli laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Þá er stuðningur til fatlaðra barna og fjölskyldna veittur á grundvelli laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna.

Hafnarfjarðarbær leggur áherslu á samstarf með heildarsýn að leiðarljósi sem og metnaðarfullt og faglegt starf í þágu bæjarbúa.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Annast faglega ráðgjöf og stuðning við fötluð börn og fjölskyldur þeirra og við fullorðið fatlað fólk
  • Annast faglega ráðgjöf og stuðning við eldra fólk sem er í þörf fyrir þjónustu
  • Annast móttöku og greiningu umsókna um þjónustu
  • Mat á þjónustuþörf í samráði við umsækjanda
  • Fyrirlögn mála/umsókna fyrir teymisfundi
  • Er í hlutverki málstjóra á grundvelli laga um samþætta þjónustu, þegar það á við
  • Samningsgerð vegna þjónustunnar
  • Sér um gerð einstaklingsbundinna þjónustuáætlana og kemur að því að skipuleggja þjónustu
  • Heldur utan um og vinnur skráningar í einstaklingsmálum
  • Veitir þjónustunotendum, aðstandendum og fleirum ráðgjöf í málum sem varða þjónustuna
  • Hefur frumkvæði og tekur þátt í að þróa úrræði í stuðningsþjónustu
  • Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • BA/BS gráða á sviði félags- eða heilbrigðisvísinda
  • Starfsréttindi í iðjuþjálfun, þroskaþjálfun, félagsráðgjöf eða önnur framhaldsmenntun á háskólastigi á sviði félags- og heilbrigðisvísinda sem nýtist í starfi
  • Þekking og reynsla af velferðarmálum sveitarfélaga
  • Góð íslenskukunnátta og ritfærni
  • Góð tölvukunnátta
  • Framúrskarandi samstarfs- og samskiptahæfni
  • Frumkvæði, skipulagshæfni, sveigjanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum

Launkjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við BHM.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir, deildarstjóri stuðnings- og stoðþjónustuteymis, [email protected].

Umsóknarfrestur er til og með 3. mars 2025. 

Greinargóð ferilskrá, kynningarbréf og prófskírteini fylgi umsókn. 

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Advertisement published18. February 2025
Application deadline3. March 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Strandgata 6, 220 Hafnarfjörður
Type of work
Professions
Job Tags