
Sóltún hjúkrunarheimili
Sóltún hóf störf í janúar 2002 og var fyrsta hjúkrunarheimilið á landinu sem fór í einkaframkvæmd. Við bjóðum upp á hjúkrun, heilsueflingu og stuðning en í dag eru rekin tvö hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu, Sóltún í Reykjavík og Sólvangur í Hafnarfirði sem opnaði árið 2019. Auk heimilanna tveggja er boðið upp á heimaþjónustu, endurhæfingu, dagdvöl og dagþjálfun.
Heimilisandi og virðing fyrir einkalífi hvers skjólstæðings er ráðandi í okkar starfi en einnig öryggiskennd íbúanna sem hlýst með sambýli við aðra og sólarhrings hjúkrunarþjónustu.
Athafnir daglegs lífs eru viðfangsefni á hvoru heimili fyrir sig. Áhersla er lögð á þátttöku íbúa og aðstandenda þeirra eftir getu, óskum og vilja hvers og eins.

Deildarstjóri sjúkra- og iðjuþjálfunar
Við leitum að öflugum deildarstjóra fyrir sjúkra- og iðjuþjálfun á hjúkrunarheimilið okkar sem brennur fyrir vellíðan og lífsgæðum íbúa!
Deildarstjóri fer fyrir sjúkra- og iðjuþjálfun og félagsstarfi og ber ábyrgð á faglegu starfi, skipulagningu og þróun þjónustunnar. Viðkomandi vinnur í nánu samstarfi við starfsfólk, íbúa og aðstandendur þeirra við að tryggja einstaklingsmiðaða þjónustu sem stuðlar að bættri andlegri, félagslegri og líkamlegri líðan og færni. Deildarstjóri tilheyrir stjórnendahópi Sóltúns og er um nýtt starf að ræða.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Leiða og styðja teymið í daglegu starfi
- Ábyrgð og yfirsýn yfir dagskrá
- Ábyrgð á framkvæmd RAI mats iðju-og sjúkraþjálfunar
- Tryggja pöntun viðeigandi hjálpartækja
- Þátttaka í fræðslu varðandi málefni sjúkra-og iðjuþjálfunar
- Móta og innleiða verklag og þjónustu á breytingartímum
- Þátttaka í stefnumótun og umbótaverkefnum til að efla gæði þjónustunnar
Menntunar- og hæfniskröfur
- Löggilt starfsleyfi sem sjúkra-eða iðjuþjálfi
- Reynsla af starfi með öldruðum
- Leiðtogahæfni og reynsla af stjórnun er kostur
- Reynsla af notkun RAI mælitækis er kostur
- Frumkvæði og skipulagshæfni
- Góð samskiptahæfni og þjónustulund
Advertisement published21. February 2025
Application deadlineNo deadline
Language skills

Required
Location
Sóltún 2, 105 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (4)
Similar jobs (12)

Aðstoðarmaður iðjuþjálfa sumarstarf - Laugarás
Hrafnista

Sjúkraþjálfari - endurhæfingardeild
Eir hjúkrunarheimili

Iðjuþjálfi - Fjölbreytt starf á Landakoti
Landspítali

Iðjuþjálfi í Seiglunni
Seiglan

Ráðgjafi í málefnum fatlaðs fólks og eldri borgara - Fjölskyldu- og barnamálasvið
Hafnarfjarðarbær

Starf við sölu og ráðgjöf á lækningatækjum
Fastus Heilsa

Viltu vinna með litlum snillingum? Við leitum að kennara
Leikskólinn Sjáland

Aðstoðardeildarstjóri
Sólvangur hjúkrunarheimili

Iðjuþjálfi - Fjölbreytt starf á barna- og unglingageðdeild
Landspítali

Iðjuþjálfi - Geðheilsuteymi HH suður
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Sumarstörf á HSU - Iðjuþjálfi/Iðjuþjálfanemi á Selfossi
Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Sumarstörf á HSU - Sjúkraþjálfari/Sjúkraþjálfunarnemi
Heilbrigðisstofnun Suðurlands