

Viltu vinna með litlum snillingum? Við leitum að kennara
Langar þig að hafa áhrif og skipta máli í lífi dýrmætustu íbúa Garðabæjar?
Við leitum að snillingi í fullt starf með það að sjónarmiði að um framtíðarstarf sé að ræða.
Við erum leikskóli í mikilli uppbyggingu, frábært tækifæri til að fá að taka þátt í að byggja upp skólann með frábæru teymi.
Leikskólinn Sjáland er sjálfstætt starfandi leikskóli sem vinnur eftir Fjölvísistefnunni. Hún byggir á virðingu fyrir margbreytileika fólks og fjölbreyttum námsaðferðum. Markmiðið er að mæta nemendum þar sem þeir eru staddir og stuðla að jákvæðri og sterkri sjálfsmynd. Gildi okkar í starfi eru jákvæðni, nákvæmni, sjálfstæði og virðing.
Nú leitum við að góðum einstaklingum til að sinna uppeldi og menntun ungra barna en mikið svigrúm er fyrir sjálfstæði í hugmyndavinnu og verkefnavali. Leikskólinn leggur upp úr því að öll samskipti séu hlý og virðingarrík og að börnunum sé mætt af mikilli alúð og fagmennsku.
Skólinn er staðsettur við ylströndina í Sjálandshverfinu í Garðabæ í nýlegu og rúmgóðu húsnæði.
Nánari upplýsingar um skólann má fá í síma 578-1220
Eingöngu kemur til greina að ráða fólk sem hefur lokið B.ed gráðu í leik- eða grunnskólaakennslu, uppeldis- og menntunarfræði, þroskaþjálfun, iðjuþjálfun eða einstaklinga með leyfisbréf í leikskóla/grunnskóla.
Góð hæfni í íslensku er grunnskilyrði
Good Icelandic language skills required
- Uppeldi og menntun nemenda í samræmi við verklag og námsskrá skólans
- Samskipti og samvinna við foreldra
- Taka þátt í að halda upp stefnu skólans með faglegri vinnu
- Kennaramenntun og kennsluréttindi
- Reynsla af kennslu og vinnu með börnum
- Áreiðanleiki, nákvæm vinnubrögð og vinnusemi
- Virðing fyrir nemendum
- Jákvætt viðhorf og framfaramiðað hugarfar
- Vönduð og fagleg framkoma
- Hæfni til að vinna að jákvæðum skólabrag
- Hæfni til að afla sér og miðla þekkingu og upplýsingum á íslensku
- Virk skemmtinefnd og reglulegir viðburðir
- Dagleg útivera
- Stytting vinnuvikunnar eru 2 frídagar í mánuði (öðrum er safnað upp fyrir t.d. frí í dymbilviku og aðra daga þegar nemendur eru í fríi)
- Fríar máltíðir, erum með frábæran verðlaunakokk í starfi
- Mætingarbónus
- Starfsmannaafsláttur af leikskólagjöldum fyrir starfsmenn Garðabæjar












