

Sérkennari eða þroskaþjálfi óskast í Fögrubrekku
Leikskólinn Fagrabrekka hóf starfsemi sína 22. desember 1976. Fagrabrekka er fjögurra deilda leikskóli fyrir börn á aldrinum eins árs til sex ára. Starfað er eftir hugmyndafræði Reggio Emilia sem kennd er við samnefnda borg á Ítalíu.
Megin áhersla er lögð á skapandi starf í öllum listgreinum, einnig er lögð áhersla á lýðræðisleg vinnubrögð starfsfólks og barna og getu barna til að afla sér reynslu og þekkingar á sínum eigin forsendum. Tónlist og hreyfing er rauði þráðurinn í starfinu sem stuðlar að vellíðan og hefur í för með sér gleði og ánægju. Einkunnarorð leikskólans virðing, gleði og frumkvæði eru ávallt í forgrunni.
Við leitum að metnaðarfullum og skapandi sérkennara eða þroskaþjálfa í teymið okkar.
Upplýsingar um leikskólann má finna á http://fagrabrekka.kopavogur.is
- Veitir barni sem nýtur sérkennslu sérstakan stuðning
- Fylgir barni eftir í leik og starfi í samráði við teymið og deildarstjóra viðkomandi deildar
- Vinnur náið með foreldrum, ráðgjöfum og öðru starfsfólki deildarinnar
- Gerir einstaklingsnámskrá í samráði við sérkennslustjóra og fylgir henni eftir
- Framhaldsmenntun í sérkennslu, leikskólakennaramenntun, þroskaþjálfamenntun eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af sérkennslu æskileg
- Hæfni til að vinna í teymi
- Skapandi hugsun og metnaður í starfi
- Sjálfstæði í vinnubrögðum
- Góð íslenskukunnátta skilyrði
Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins.
Styttri vinnuvika.












