Fagrabrekka
Fagrabrekka
Fagrabrekka

Sérkennari eða þroskaþjálfi óskast í Fögrubrekku

Leikskólinn Fagrabrekka hóf starfsemi sína 22. desember 1976. Fagrabrekka er fjögurra deilda leikskóli fyrir börn á aldrinum eins árs til sex ára. Starfað er eftir hugmyndafræði Reggio Emilia sem kennd er við samnefnda borg á Ítalíu.

Megin áhersla er lögð á skapandi starf í öllum listgreinum, einnig er lögð áhersla á lýðræðisleg vinnubrögð starfsfólks og barna og getu barna til að afla sér reynslu og þekkingar á sínum eigin forsendum. Tónlist og hreyfing er rauði þráðurinn í starfinu sem stuðlar að vellíðan og hefur í för með sér gleði og ánægju. Einkunnarorð leikskólans virðing, gleði og frumkvæði eru ávallt í forgrunni.

Við leitum að metnaðarfullum og skapandi sérkennara eða þroskaþjálfa í teymið okkar.

Upplýsingar um leikskólann má finna á http://fagrabrekka.kopavogur.is

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Veitir barni sem nýtur sérkennslu sérstakan stuðning
  • Fylgir barni eftir í leik og starfi í samráði við teymið og deildarstjóra viðkomandi deildar
  • Vinnur náið með foreldrum, ráðgjöfum og öðru starfsfólki deildarinnar
  • Gerir einstaklingsnámskrá í samráði við sérkennslustjóra og fylgir henni eftir
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Framhaldsmenntun í sérkennslu, leikskólakennaramenntun, þroskaþjálfamenntun eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af sérkennslu æskileg
  • Hæfni til að vinna í teymi
  • Skapandi hugsun og metnaður í starfi
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Góð íslenskukunnátta skilyrði 
Fríðindi í starfi

Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins.

Styttri vinnuvika. 

Advertisement published19. February 2025
Application deadline5. March 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Fagrabrekka 26, 200 Kópavogur
Type of work
Professions
Job Tags