

Skóla- og frístundaliðar í Krakkaberg - Setbergsskóli
Setbergsskóli auglýsir eftir skóla- og frístundaliðum með fjölbreytta hæfni og áhuga á að vinna með börnum á frístundaheimilinu Krakkabergi skólaárið 2024 – 2025. Starfshlutfall er 30-50%. Vinnutími er frá kl 13:00-16:30, alla virka daga.
Frístundaheimilið er fyrir nemendur í 1. – 4. bekk Setbergsskóla. Þar gefst færi á að lengja viðveru barna eftir að skólastarfi lýkur.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Aðstoðar við faglegt starf með nemendum
- Starfar samkvæmt leiðsögn frá næsta yfirmanni
- Stuðlar að góðum aga og jákvæðum samskiptum
- Tekur þátt í skipulagningu, undirbúningi og framkvæmd á fjölbreyttu tómstundastarfi
- Stuðlar að velferð ungmenna í samstarfi við foreldra og annað fagfólk
- Leitast við að virkja sem flesta óháð getu eða þroska í fjölbreytt verkefni og taka fullan þátt í þeim verkefnum og viðburðum sem eru skipulögð
- Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Reynsla og áhugi af starfi með börnum kostur
- Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Jákvætt viðmót og góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi
- Stundvísi og samviskusemi
- Góð íslenskukunnátta
Skilyrði fyrir ráðningu er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.
Nánari upplýsingar veita Róbert Gíslason, deildarstjóri tómstundastarfs Setbergsskóla, [email protected] og María Pálmadóttir, skólastjóri, [email protected].
Umsóknarfrestur er til og með 25. febrúar.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Hafnarfjarðar.
Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.






























