Barnaskóli Kársness
Barnaskóli Kársness
Barnaskóli Kársness

ÍSAT kennari óskast í Barnaskóla Kársness

Barnaskóli Kársness er nýr skóli sem mun hýsa fjögurra deilda leikskóla og yngsta stig grunnskóla ásamt frístund. Unnið er að uppbyggingu skólans og mun byggingin verða öll hin glæsilegasta sem skapar spennandi tækifæri í skólastarfi fyrir um 60-80 leikskólabörn og um 300 nemendur í 1.-4. bekk.

Við leitum að metnaðarfullum og áhugasömum kennara til að sinna kennslu í íslensku sem annað tungumál (ÍSAT). Um spennandi starf er að ræða fyrir kennara sem vill taka þátt í uppbyggingu og mótun skólastarfs í nýjum skóla, börnum til heilla.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Kennsla í íslensku fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku
  • Vinna að þróun skólastarfs með stjórnendum  og samstarfsfólki
  • Stuðlar að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Kennaramenntun og leyfisbréf kennara
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum, þolinmæði, umburðarlyndi og víðsýni
  • Stundvísi og áreiðanleiki
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Góð samstarfshæfni og sveigjanleiki
  • Skipulagshæfileikar
  • Góð þekking á upplýsingatækni
  • Mjög góð íslenskukunnátta í ræðu og riti
Fríðindi í starfi

Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins

Styttri vinnuvika

Advertisement published9. April 2025
Application deadline30. April 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
Location
Skólagerði 1, 200 Kópavogur
Type of work
Professions
Job Tags