

Hjúkrunarfræðingur - Fjölbreytt starf á göngudeild þvagfæra
Vegna aukinna umsvifa og fjölbreytni í starfsemi göngudeildar þvagfæra óskast hjúkrunarfræðingur til starfa.
Starfsemin einkennist af teymisvinnu, góðum starfsanda, faglegum metnaði og sterkri liðsheild. Göngudeildin er framsækin deild og markvisst er unnið að umbótum og framþróun í starfi. Auk þess eru spennandi verkefni í stafrænni þróun og þróun fjarþjónustu innan dag- og göngudeilda.
Á göngudeild þvagfæra er veitt sérhæfð og fjölbreytt göngudeildarþjónusta við sjúklinga með sjúkdóma í þvagfærum. Við veitum meðferð í nýrnasteinbrjótnum, sinnum þvaglekamóttöku auk þess fara fram ýmsar rannsóknir, greiningar og meðferðir á sjúkdómum í þvagfærum. Aukning er á skurðaðgerðum sem eru að þróast og færast yfir á göngudeildina. Lögð er rík áhersla á ráðgjöf og kennslu utan sem innan Landspítala.
Við tökum vel á móti hjúkrunarfræðingum, reynslumiklum sem og nýútskrifuðum og veitum einstaklingbundna aðlögun undir leiðsögn reyndra hjúkrunarfræðinga.
Starfshlutfall er samkomulag (70-100%), unnið er í dagvinnu og er starfið laust frá 1. mars 2026 eða eftir samkomulagi. Áhugasamir hafi samband við Huldu Pálsdóttur, deildarstjóra.
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er 36 stundir Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.





























































