

Hjúkrunarfræðingur á Patreksfirði
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing til afleysingar á Patreksfirði til 31. ágúst 2026 á legudeild og heilsugæslu. Um er að ræða í 80 til 100% starf.
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 300 manns starfa á fjórum megin starfsstöðvum. Þar af eru rúmlega 40 starfsmenn á Patreksfirði á heilsugæslu, legudeild, endurhæfingu og rekstrardeild. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum.
Boðið er upp á góða aðlögun í upphafi starfs og aðstoð við öflun húsnæðis.
Störf hjúkrunarfræðinga á Patreksfirði eru fjölbreytt og vinna þeir með breiðum skjólstæðingahópi. Á Patreksfirði vinna hjúkrunarfræðingar saman í öflugu teymi á heilsugæslu og legudeild.
-
Fullgilt hjúkrunarpróf og íslenskt starfsleyfi
-
Góð hæfni í mannlegum samskiptum
-
Sveigjanleiki og sjálfstæði í starfi
-
Faglegur metnaður
-
Ökuréttindi eru nauðsynleg
















