

Aðstoðardeildarstjóri - klíniskur leiðtogi á Svefnmiðstöð
Laust er til umsóknar starf aðstoðardeildarstjóra á Svefnmiðstöð Landspítala í Fossvogi. Við leitum eftir metnaðarfullum klínískum leiðtoga sem hefur brennandi áhuga og þekkingu á svefnrannsóknum, meðferð og stjórnun ásamt gæða- og umbótastarfi. Starfið er laust 1. mars 2026 eða eftir samkomulagi.
Svefnmiðstöð sérhæfir sig í svefnsjúkdómum og meðferð við þeim. Starfsfólk miðstöðvarinnar er með þverfaglegan bakgrunn eins og hjúkrunarfræði, læknisfræði, sálfræði og heilbrigðisverkfræði. Sjúklingahópurinn er stór og má nefna að í dag eru um 13 þúsund einstaklingar á meðferð við kæfisvefni. Unnið er markvisst að faglegri þróun. Starfsandi á deildinni er sérlega góður.
Aðstoðardeildarstjóri starfar náið með deildarstjóra og fylgir eftir ákvörðunum stjórnenda. Innleiðir gagnreynda þekkingu. Stýrir skipulagi þ.m.t vaktaskipulagi starfsfólks, verklagi deildarinnar, gæðamálum og þjálfun starfsfólks. Klínískur leiðtogi er í nánum samskiptum við skjólstæðinga Svefnmiðstöðvar og aðra hagaðila.
Icelandic




























































