Stoð
Stoð

Sjúkraþjálfari eða iðjuþjálfi óskast í öflugt teymi Stoðar

Vegna aukinna umsvifa óskar hjálpartækjadeild Stoðar eftir öflugum sjúkraþjálfara eða iðjuþjálfa til liðs við samhent teymi. Starfið er afar gefandi og felur í sér ráðgjöf, sölu og þjónustu við hjálpartæki, einkum ETAC hjólastóla og fylgihluti.

Mikilvægt er að viðkomandi hafi reynslu af hjálpartækjum eða af vinnu með skjólstæðingum, góða skipulagshæfileika, framúrskarandi samskiptahæfni og getu til að stýra verkflæði í samstarfi við aðra.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ráðgjöf, sala og markaðssetning á hjálpartækjum og heilbrigðisvörum til einstaklinga og stofnana
  • Kynningar, fræðsla og eftirfylgni fyrir notendur og heilbrigðisstarfsfólk
  • Ábyrgð á innkaupum, birgðahaldi og samskiptum við erlenda birgja og innlenda hagaðila
  • Samsetning, stilling og afhending tækja, sem og ráðgjöf í verslun og sýningarsal
  • Vinna við útboð og tilboðsgerð
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi (sjúkraþjálfari, iðjuþjálfi, verkfræði eða tæknifræði)
  • Þekking og reynsla af hjálpartækjum og heilbrigðisvörum
  • Skipulagshæfni, frumkvæði og lausnarmiðuð hugsun
  • Reynsla af faglegri vinnu með skjólstæðingum er kostur
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund
  • Drifkraftur og jákvætt lífsviðhorf.
Fríðindi í starfi
  • Heilsustyrkur
  • Samgöngustyrkur
  • Niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu 
  • Niðurgreiddur hádegisverður
Advertisement published9. January 2026
Application deadline20. January 2026
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
Location
Dragháls 14-16 14R, 110 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags