
Stoð
Stoð er rótgróið þjónustufyrirtæki á heilbrigðissviði, stofnað 1982. Markmið Stoðar er að bæta lífsgæði með því að bjóða upp á heildarlausnir fyrir einstaklinga með fötlun, áverka og sjúkdóma og þá sem vilja fyrirbyggja heilsufarsvandamál. Auk þess að þjónusta og veita lausnir fyrir heilbrigðisstofnanir. Innan Stoðar starfar samhentur hópur fagfólks á heilbrigðissviði sem vinnur í sameiningu að því að finna bestu lausnirnar fyrir viðskiptavini fyrirtækisins.
Sjúkraþjálfari eða iðjuþjálfi óskast í öflugt teymi Stoðar
Vegna aukinna umsvifa óskar hjálpartækjadeild Stoðar eftir öflugum sjúkraþjálfara eða iðjuþjálfa til liðs við samhent teymi. Starfið er afar gefandi og felur í sér ráðgjöf, sölu og þjónustu við hjálpartæki, einkum ETAC hjólastóla og fylgihluti.
Mikilvægt er að viðkomandi hafi reynslu af hjálpartækjum eða af vinnu með skjólstæðingum, góða skipulagshæfileika, framúrskarandi samskiptahæfni og getu til að stýra verkflæði í samstarfi við aðra.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ráðgjöf, sala og markaðssetning á hjálpartækjum og heilbrigðisvörum til einstaklinga og stofnana
- Kynningar, fræðsla og eftirfylgni fyrir notendur og heilbrigðisstarfsfólk
- Ábyrgð á innkaupum, birgðahaldi og samskiptum við erlenda birgja og innlenda hagaðila
- Samsetning, stilling og afhending tækja, sem og ráðgjöf í verslun og sýningarsal
- Vinna við útboð og tilboðsgerð
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi (sjúkraþjálfari, iðjuþjálfi, verkfræði eða tæknifræði)
- Þekking og reynsla af hjálpartækjum og heilbrigðisvörum
- Skipulagshæfni, frumkvæði og lausnarmiðuð hugsun
- Reynsla af faglegri vinnu með skjólstæðingum er kostur
- Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund
- Drifkraftur og jákvætt lífsviðhorf.
Fríðindi í starfi
- Heilsustyrkur
- Samgöngustyrkur
- Niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu
- Niðurgreiddur hádegisverður
Advertisement published9. January 2026
Application deadline20. January 2026
Language skills
IcelandicRequired
Location
Dragháls 14-16 14R, 110 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Þjónustustjóri á Svefnmiðstöð
Landspítali

Aðstoðardeildarstjóri - klíniskur leiðtogi á Svefnmiðstöð
Landspítali

Starfsmaður í iðju- og dagþjálfun - sumarstörf
Heilsuvernd Hjúkrunarheimili

Kraftmikill og metnaðarfullur deildarstjóri íþrótta óskast
Leikskólinn Sjáland

Gigtarfélag Íslands óskar eftir sjúkraþjálfara
Gigtarfélag Íslands fta.

Ljósið leitar að iðjuþjálfa
Ljósið endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda

Viðskiptastjóri – Heilbrigðissvið RV
Rekstrarvörur ehf

Deildarstjóri hjá Heilbrigðislausnum Icepharma
Icepharma

Sölustjóri húsgagna - A4
A4

Grund - Aðstoðarmaður iðjuþjálfa
Grund hjúkrunarheimili

Viðskiptastjóri hjá Heilbrigðislausnum Icepharma
Icepharma

Aðstoðarhjúkrunardeildarstjóri - Laugarás (Tímabundið starf)
Hrafnista