Arion banki
Arion banki
Arion banki

Forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar

Við leitum að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi til að leiða fyrirtækjaráðgjöf Arion banka. Viðkomandi heyrir beint undir framkvæmdastjóra fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviðs, ber ábyrgð á daglegri stjórnun teymis sem vinnur með viðskiptavinum að sínum markmiðum og er hluti af stjórnendateymi sviðsins.

Fyrirtækja- og fjárfestingarbankasvið veitir fyrirtækjum og viðskiptavinum alhliða fjármálaþjónustu varðandi fjármögnun, tryggingar og ráðgjöf. Starfsfólk sviðsins gegnir lykilhlutverki við ráðgjöf og hefur milligöngu um sérsniðnar fjármögnunarlausnir ásamt því að veita alhliða bankaþjónustu sem stuðlar að árangri viðskiptavina.

Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka hefur verið leiðandi á sviði fyrirtækjaráðgjafar um langan tíma og í teyminu starfar öflugur hópur sérfræðinga með yfirgripsmikla þekkingu og reynslu í fyrirtækjaráðgjöf. Helstu verkefni teymisins er umsjón með kaupum og sölu fyrirtækja, hlutafjáraukningar, skráningar og afskráningar félaga í kauphöll, alhliða ráðgjöf við fjármögnun og endurskipulagningu fyrirtækja ásamt öðrum verkefnum í þágu viðskiptavina.

Starfið gerir kröfur um að viðkomandi hafi getu, vilja og áhuga á að vinna í hröðu, krefjandi og spennandi umhverfi í samræmi við stefnu sviðsins og bankans. Viðkomandi þarf að hafa hæfni til að styðja við og leiða öflugan hóp sérfræðinga sem stuðla að markmiðum sviðsins og bankans.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Dagleg stjórnun teymis, mótun stefnu og yfirumsjón með verkefnum  
  • Stýring og ábyrgð á viðskiptasamböndum
  • Öflun nýrra viðskiptatækifæra
  • Stuðla að góðri liðsheild, leiða þróun og framsækni teymisins
  • Vinna með öðrum teymum sviðsins og bankans að því að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af sölutengdum verkefnum og öflun viðskiptasambanda. 
  • Þekking og tengsl við íslenskt atvinnulíf
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund
  • Metnaður, drifkraftur og sjálfstæði í starfi
  • Þekking á fyrirtækjatryggingum er æskileg
  • Háskólamenntun sem nýtist í starf
  • Starfsreynsla í tryggingamálum er æskileg
Advertisement published11. April 2025
Application deadline2. May 2025
Language skills
No specific language requirements
Location
Borgartún 19, 105 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.LeadershipPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.Independence
Professions
Job Tags