Fjármála og efnahagsráðuneytið
Fjármála og efnahagsráðuneytið
Fjármála og efnahagsráðuneytið

Forstjóri ÁTVR

Hlutverk ÁTVR er að sinna smásölu áfengis og heildsölu tóbaks í samræmi við lög og stefnu stjórnvalda á hverjum tíma. Starfsemi ÁTVR skal miðuð við að hún sé sem hagkvæmust og skili arði til ríkissjóðs. ÁTVR rekur 50 vínbúðir um allt land auk vöruhúss.

Helstu verkefni og ábyrgð

Forstjóri þarf að vera stefnumiðaður, hafa þekkingu og reynslu til að móta framtíðarsýn fyrir rekstur og þjónustu ÁTVR auk þess að innleiða breytingar sem taka mið af þróun í starfsumhverfinu. Viðkomandi mun bera ábyrgð á rekstri ÁTVR og þarf að búa yfir frumkvæði, drifkrafti og metnaði til að ná árangri í starfi.

Menntunar- og hæfniskröfur

·       Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsnám er kostur.

·       Árangursrík reynsla af stjórnun, rekstri, stefnumótun og áætlanagerð er skilyrði.

·       Færni og reynsla af umbótum og breytingarstjórnun er skilyrði.

·       Reynsla og/eða þekking á smásölumarkaði er kostur.

·       Sannfærandi samskiptahæfni ásamt leiðtogahæfileikum, getu og vilja til að hvetja aðra til árangurs

·       Færni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku.

Advertisement published8. April 2025
Application deadline22. April 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
Location
Stuðlaháls 2, 110 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags