Háskólinn í Reykjavík
Háskólinn í Reykjavík
Háskólinn í Reykjavík

Forstöðumaður Rannsóknaþjónustu Háskólans í Reykjavík

Háskólinn í Reykjavík (HR) auglýsir eftir metnaðarfullum og drífandi einstaklingi í stöðu forstöðumanns rannsóknarþjónustu. Við leitum að faglegum leiðtoga sem hefur brennandi áhuga á að styðja og efla rannsóknir innan háskólasamfélagsins. Starfið heyrir undir aðstoðarrektor vísinda, nýsköpunar og atvinnulífstengsla og vinnur forstöðumaður rannsóknarþjónustu eftir stefnu háskólans. Forstöðumaður rannsóknarþjónustu ber ábyrgð á að styðja rannsóknastarfsemi HR með því að veita fræðimönnum leiðsögn og aðstoð við umsóknir um rannsóknastyrki, stjórnun rannsóknaverkefna og tengsl við innlenda og erlenda samstarfsaðila. Hann vinnur náið með deildum háskólans og stuðlar að því að efla rannsóknamenningu innan HR.

Helstu verkefni

  • Aðstoða akademískt starfsfólk háskólans og nemendur í rannsóknarnámi við öflun rannsóknarstyrkja og fjármögnun rannsókna
  • Stýra árlegu mati á árangri akademísks starfsfólks í rannsóknum, í nánu samstarfi við Rannsóknarráð háskólans
  • Upplýsingagjöf til starfsfólks og nemenda um styrkjamöguleika og aðstoð við gerð umsókna í rannsóknarsjóði, innlenda sem erlenda
  • Kynna rannsóknir háskólans, t.d. á vef HR og með atburðum, bæði innan háskólans og utan hans
  • Umsjón á rekstri Rannsóknarsjóðs HR og Innviðasjóðs HR, þ.m.t. aðstoð við skýrslugerð og fjárhagsuppgjör vegna styrktra verkefna, í nánu samstarfi við fjármálasvið HR
  • Umsjón með rannsóknarsíðu á vef háskólans
  • Fulltrúi skólans í ýmsum samstarfsverkefnum og stofnunum

Hæfniskröfur

  • Krafist er háskólagráðu á meistarastigi sem nýtist í starfi. Doktorsgráða er mikill kostur
  • Innsýn og reynsla af rannsóknastarfi
  • Reynsla af rekstri stærri rannsóknaverkefna
  • Þekking á íslensku og evrópsku styrkjakerfi, s.s. Rannís og Horizon Europe
  • Hafa metnað og frumkvæði í starfi
  • Framúrskarandi samskipta- og skipulagshæfni. Frumkvæði og sveigjanleiki
  • Góð færni í íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti, kunnátta í norðurlandamáli er kostur

Umsóknum um starfið þarf að fylgja ítarleg ferilskrá og kynningabréf, þar sem gerð er grein fyrir ástæðum umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ólafur E. Sigurjónsson, [email protected] og Mannauðsdeild HR, [email protected]. Umsóknarfrestur til og með 22.04.2025.

Umsóknum skal skilað á vef Háskólans í Reykjavík. Farið er með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnað.

Háskólinn í Reykjavík hefur haslað sér völl sem öflugur rannsóknaháskóli á alþjóðavísu. Háskólinn stenst samanburð við erlenda háskóla í fremstu röð og fræðafólk skólans hefur náð framúrskarandi árangri. Kennsla og rannsóknir við Háskólann í Reykjavík mótast af sterkum tengslum við atvinnulíf og samfélag. Lögð er áhersla á þverfaglegt samstarf, alþjóðlegt umhverfi, nýsköpun og góða þjónustu.

HR er eftirsóknarverður vinnustaður og þar er lögð áhersla á fyrsta flokks aðstöðu í nærandi umhverfi, persónuleg samskipti, framsæknar kennsluaðferðir og nútímalega starfshætti. HR fagnar fjölbreytileika og mikið er lagt upp úr jafnrétti og virðingu fyrir einstaklingum og störfum þeirra. Nemendur Háskólans í Reykjavík eru um 4.300 í sjö deildum og starfsfólk er um 330 talsins, auk 350 stundakennara.

Advertisement published1. April 2025
Application deadline22. April 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
EnglishEnglish
Required
Very good
Location
Menntavegur 1, 101 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags