Arion banki
Arion banki
Arion banki

Þjónusturáðgjafi fyrirtækja

Hefur þú brennandi áhuga á að veita fyrirtækjum framúrskarandi þjónustu?

Við í fyrirtækjaþjónustu Arion leitum að liðsauka í teymið. Við viljum fá til liðs við okkur starfsfólk sem hefur áhuga á að veita fyrirtækjum framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf um helstu þjónustuþætti bankans.

Á fyrirtækja- og fjárfestingabankasviði Arion starfar öflug liðsheild í sjö einingum. Fyrirtækjaþjónustan gegnir lykilhlutverki í þjónustu við viðskiptavini sviðsins, vinnur þvert á sviðið og sinnir öllum þjónustuverkefnum frá viðskiptavinum og samstarfsfólki. Í verkefnum teymisins felst m.a. þjónusta við ný fyrirtæki í viðskiptum og starfsmenn fá góða þjálfun í fyrirtækjavörum samstæðunnar.

Helstu verkefni og ábyrgð

Fyrirtækjaþjónustan leggur áherslu á góða upplifun viðskiptavina sem leita til bankans m.a. með því að bjóða þá velkomna og taka faglega og örugglega á móti erindum með jákvætt viðmót að leiðarljósi. Starfsfólk veitir viðskiptavinum faglega þjónustu og ráðgjöf í gegnum þjónustuleiðir bankans, þ.e. fundi, símtöl, tölvupóst og netspjall.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Framúrskarandi þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum 
  • Áhugi á fjármálamarkaði  
  • Reynsla af þjónustu til fyrirtækja er kostur 
  • Reynsla af útlánamálum er kostur  
  • Frumkvæði og sveigjanleiki í starfi 
  • Ánægja af sölumennsku 
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum 
  • Háskólamenntun eða starfsreynsla sem nýtist í starfi  
Advertisement published3. April 2025
Application deadline13. April 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Very good
Location
Borgartún 19, 105 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags