Reykjavíkurborg
Reykjavíkurborg

Sérfræðingur í þjónustumælingum

Hefur þú brennandi áhuga á góðri þjónustu og þjónustumælingum?

Þá gæti þetta verið starfið fyrir þig.

Þjónustu- og nýsköpunarsvið leitar að metnaðarfullum sérfræðingi í þjónustumælingum í tímabundið starf til eins árs. Markmið starfsins er að stuðla að umbótum í þjónustu borgarinnar út frá upplifun og þörfum notenda.

Reykjavíkurborg er einn stærsti og fjölbreyttasti þjónustuveitandi landsins. Sérfræðingur í þjónustumælingum hefur það hlutverk að kanna upplifun fólks af þjónustu borgarinnar, framkvæma megindlegar og eigindlegar athuganir, greina gögn og miðla niðurstöðum með það að markmiði að bæta þjónustu fyrir íbúa, gesti og starfsfólk borgarinnar. Unnið er í þverfaglegum teymum þar sem lögð er rík áhersla á öflugt samstarf, skapandi hugsun og notendamiðaða nálgun.

Helstu verkefni og ábyrgð

Sem sérfræðingur í þjónustumælingum munt þú ...

  • Taka þátt í fjölbreyttum verkefnum sem snúa að markmiðum þjónustustefnu borgarinnar um faglega, notendamiðaða og skilvirka þjónustu fyrir íbúa, gesti og starfsfólk borgarinnar.
  • Vera hluti af teymi þjónustuupplifunar sem vinnur þvert á svið og skrifstofur borgarinnar og starfar m.a náið með stafrænum leiðtogum, vörustjórum, þjónustuhönnuðum, textasmiðum og vöruhönnuðum.
  • Framkvæma árangurs- og þjónustumælingar, greina gögn (eigindleg og megindleg) og setja niðurstöður í samhengi fyrir viðeigandi aðila til að nýta til umbóta í þjónustu.
  • Vinna að innleiðingu og þróun samræmdra árangurs- og þjónustumælinga þvert á borgina.
  • Kynna starfsfólk fyrir samræmdri nálgun og aðferðafræði árangurs- og þjónustumælinga, gerð kannana og þjónustuupplifun.
  • Vinna að umbótum í þjónustu í þverfaglegum teymum.
  • Vinna að innleiðingu þjónustustefnu Reykjavíkurborgar.
  • Hanna og leiða vinnustofur til að dýpka skilning á upplifun íbúa og kortleggja þjónustuveitingu innan borgarinnar.
  • Vera boðberi skapandi hugsunar og aðferðarfræði þjónustuhönnunar.
Menntunar- og hæfniskröfur

Reynsla og hæfni

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og teymisstarfi.
  • Reynsla af hönnun og framkvæmd árangurs- og þjónustumælinga og/eða eigindlegum og megindlegum rannsóknum.
  • Mjög góð hæfni til greiningar og miðlunar á gögnum.
  • Þekking á aðferðafræði þjónustuhönnunar (e. service design) og geta til að nýta þá þekkingu í starfi.
  • Framúrskarandi skipulagsfærni.
  • Geta til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku.
  • Áhugi á tækni, nýmiðlun og nýsköpun.

Aðrir góðir kostir

  • Fútt og sköpunarkraftur
  • Þekking á vinnuumhverfi hugbúnaðarþróunar
  • Drifkraftur, frumkvæði og metnaður
  • Jákvætt viðhorf til jafnréttis og fjölbreytileika
Fríðindi í starfi

Við bjóðum upp á

  • Fyrsta flokks vinnustað
  • Tækifæri til að móta og þróa starfið og verkefnin
  • Verkefni sem stuðla að því að einfalda og bæta líf starfsfólks og borgarbúa
  • Krefjandi og skemmtileg verkefni
  • Öfluga nýliðamóttöku
  • Sálrænt öryggi og skapandi menningu
  • Góða liðsheild og góð samskipti
  • Samkennd og virðingu
  • Þekkingarumhverfi
  • Fjölbreytta þjálfun og möguleika á þróun í starfi
  • Áherslu á jafnrétti og fjölbreytileika
  • Jafnvægi milli vinnu og einkalífs
  • Heilsueflandi vinnustað
  • Gott vinnuumhverfi
  • 30 daga í sumarleyfi
  • 36 stunda vinnuviku
  • Sveigjanleika á vinnutíma
  • Fyrsta flokks vinnuaðstöðu
  • Heilsu - og samgöngustyrk
  • Sundkort
  • Menningarkort
Advertisement published3. April 2025
Application deadline17. April 2025
Language skills
No specific language requirements
Location
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags