Arion banki
Arion banki
Arion banki

Þjónustumiðja trygginga leitar að liðsauka

Í teyminu starfa öflugir einstaklingar sem veita úrvals þjónustu og ráðgjöf á sviði trygginga til viðskiptavina Arion samstæðunnar. Það þarf ekki að vera reynslubolti í faginu en það skiptir okkur máli að starfsfólkið okkar búi yfir frumkvæði, jákvæðni og áhuga á að læra nýja hluti.

Daglegur vinnutími er frá kl. 08:30-16:30 alla virka daga. Um er að ræða framtíðarstörf og það er mikill kostur að geta byrjað sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Persónuleg ráðgjöf um tryggingar til einstaklinga og smærri fyrirtækja í gegn um síma, netspjall eða tölvupóst
  • Daglegar fyrirspurnir um tryggingar
  • Aðstoð við tjónstilkynningar og upplýsingagjöf í tengslum við tjón
  • Önnur tilfallandi verkefni í samráði við yfirmann
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Stúdentspróf eða önnur sambærileg menntun eða reynsla
  • Framúrskarandi þjónustulund og söludrifni
  • Frumkvæði og lausnamiðuð hugsun
  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði
  • Jákvætt og uppbyggilegt viðhorf
  • Reynsla af störfum í tryggingaþjónustu er kostur 
Advertisement published2. April 2025
Application deadline9. April 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Borgartún 19, 105 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags