Rún Heildverslun
Rún Heildverslun

Söluráðgjafi á fyrirtækjasvið

Heildverslunin Rún óskar eftir öflugum og drífandi söluráðgjafa til að ganga til liðs við fyrirtækjasvið okkar. Við leitum að einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á samskiptum við viðskiptavini, finnur lausnir og nýtur þess að skapa verðmæti í krafti góðrar þjónustu og fagmennsku.

Um starfið Starfið felur í sér virka og markvissa sölu til fyrirtækja í fjölbreyttum atvinnugreinum. Viðskiptavinahópurinn samanstendur meðal annars af hótelum, heilbrigðisstofnunum, framleiðslufyrirtækjum, verslunum og þjónustuaðilum. Þú munt vinna með vöruúrvali sem spannar allt frá vönduðum starfsmannafatnaði og slitsterkum vinnufatnaði yfir í hágæða lín, sængur og handklæði.

Við bjóðum

  • Sterkt vörumerki og vaxandi viðskiptavinaflóru

  • Frábært teymi og gott starfsumhverfi

  • Tækifæri til að hafa raunveruleg áhrif á vöxt og árangur

  • Góðir starfsdagar og sveigjanleiki

  • Þjálfun og stuðningur við faglegan vöxt

Ef þú brennur fyrir því að byggja upp sambönd og skapa verðmæti fyrir fyrirtæki í ólíkum greinum – þá viljum við heyra frá þér!

Nánari upplýsingar um starfið veitir Eyrún María Gísladóttir, framkvæmdastjóri, [email protected]

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Viðhald og uppbygging viðskiptasamband við núverandi viðskiptavini
  • Nýliðun og markviss sala til nýrra fyrirtækja
  • Þarfagreining og ráðgjöf við val á vörum og lausnum
  • Tilboðsgerð, eftirfylgni og samvinna við innkaup
  • Þáttaka í kynningum og vörusýningum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af B2B sölu er kostur
  • Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Góð samskiptahæfni og þjónustulund
  • Áhuga á vörunum okkar og getu til að tileinka sér fagþekkingu
  • Góð tök á íslensku og ensku, danska er kostur
Advertisement published2. April 2025
Application deadline18. April 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Very good
Location
Köllunarklettsvegur 2, 104 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags