

Deildarstjóri í málefnum fatlaðra
Fjölskyldusvið Borgarbyggðar óskar eftir reynslumiklum og öflugum deildarstjóra til að leiða málaflokk fatlaðra barna og fullorðinna. Um tímabundna stöðu til eins árs er að ræða.
Starfið er fjölbreytt og krefjandi, þar sem mikil áhersla er lögð á að viðkomandi hafi sterka stjórnunarhæfileika og reynslu til að tryggja að fatlaðir einstaklingar njóti fullra réttinda og fái þá þjónustu sem stuðlar að sjálfstæðu lífi án aðgreiningar í samfélaginu.
Deildarstjórinn mun leiða stefnumótun sveitarfélagsins í málaflokknum, taka þátt í fjárhagsáætlunargerð og veita faglega ráðgjöf til forstöðumanna og starfsfólks stofnana, ásamt því að hafa yfirumsjón með eftirfylgni áætlana
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
-
Þátttaka í stefnumótun sveitarfélagsins í málefnum fatlaðra og fjárhagsáætlunargerð
-
Ráðgefandi við forstöðumenn og starfsfólk stofnanna og eftirfylgni áætlanagerða um þjónustu í málaflokknum
-
Greining og mat á þjónustu við fötluð börn og fullorðna með langvarandi stuðningsþarfir og gerð notendasamninga
-
Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu, s.s. með skólum, leikskólum og öðrum þjónustustofnunum vegna málefna fatlaðra barna/ fullorðinna og fjölskyldna
-
Tengiliður sveitarfélagsins vegna atvinnu með stuðningi og örorkuvinnusamninga
-
Veita ráðgjöf og sinna málstjórn í stuðningsteymum vegna þjónustu í þágu farsældar barna
-
Háskólamenntun sem nýtist í starfi á sviði heilbrigðis- eða félagsvísinda
-
Framhaldsmenntun er kostur
-
Yfirgripsmikil þekking á réttindum og þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir
-
Víðtæk stjórnunarreynsla
-
Þekking og reynsla af þverfaglegri teymisvinnu og málstjórn
-
Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og lausnamiðuð viðhorf
-
Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í starfi
-
Skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð
-
Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti
-
Sveigjanlegur vinnutími
-
Heilsustyrkur til starfsmanna
-
Handleiðsla




















