Fagrabrekka
Fagrabrekka
Fagrabrekka

Deildarstjóri óskast í Fögrubrekku

Leikskólinn Fagrabrekka er fjögra deilda leikskóli þar sem dvelja um 70 börn. Leikskólinn starfar eftir hugmyndafræði Reggio Emilia en mikil áhersla er lögð á að börnin læri af reynslu.

Megin áhersla er lögð á skapandi starf í öllum listgreinum, einnig er lögð áhersla á lýðræðisleg vinnubrögð starfsfólks og barna auk getu barna til að afla sér reynslu og þekkingar á sínum eigin forsendum. Tónlist og hreyfing er rauði þráðurinn í starfinu sem stuðlar að vellíðan og hefur í för með sér gleði og ánægju. Einkunnarorð leikskólans virðing, gleði og frumkvæði eru ávallt í forgrunni.

Við leitum að metnaðarfullum og skapandi einstakling sem hefur áhuga á að starfa í anda Reggio Emilia í stöðu deildarstjóra.

Upplýsingar um leikskólann má finna á http://fagrabrekka.kopavogur.is

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ber ábyrgð á stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati starfsins á deildinni
  • Annast daglega verkstjórn á deildinni og ber ábyrgð á að miðla upplýsingum innan deildarinnar, milli deilda leikskólans og milli leikskólastjóra og deildarinnar
  • Hefur umsjón með móttöku, þjálfun og leiðsögn nýrra starfsmanna deildarinnar
  • Ber ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá og starfsáætlun leikskólans
  • Skipuleggur og vinnur að einstaklingsmiðuðu uppeldi og menntun barnanna í samstarfi við samstarfsfólk
  • Ber ábyrgð á og tekur þátt í skipulagi og verkefnum deildarinnar/skólans
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun
  • Reynsla af vinnu með börnum
  • Reynsla af stjórnun er kostur
  • Frumkvæði í starfi
  • Góð samskiptahæfni
  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði
Fríðindi í starfi

Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins

Styttri vinnuvika, stytting að hluta til notuð í vetrar-, páska- og jólafrí

Advertisement published7. May 2025
Application deadline21. May 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Fagrabrekka 26, 200 Kópavogur
Type of work
Professions
Job Tags