
Leikskólinn Sumarhús
Leikskólinn Sumarhús er nýr leikskóli í Helgafellslandi í Mosfellsbæ og tekur til starfa haustið 2025. Leikskólinn kemur til með að aðhyllast heilsustefnuna þar sem heilsa og vellíðan nemenda, starfsfólks og samfélagsins alls verður í forgrunni. Mosfellsbær er öflugt og eftirsótt sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.

Deildarstjórar í nýjan leikskóla
Leikskólinn Sumarhús, nýr leikskóli í Helgafellslandi í Mosfellsbæ, óskar eftir að ráða deildarstjóra til starfa. Leitað er að lausnamiðuðum og drífandi einstaklingum með brennandi áhuga á vellíðan og farsæld barna, framsækinni skólaþróun og framúrskarandi leikskólastarfi.
Í leikskólanum sem verður fimm deilda er gert ráð fyrir 150 börnum á aldrinum 1-5 ára og mun skólinn starfa eftir heilsustefnunni þar sem heilsa og vellíðan nemanda, starfsfólks og samfélagsins alls verður í forgrunni.Sköpun og leikurinn eru einnig mikilvægur hlekkur í starfinu og er þetta frábært tækifæri fyrir metnaðarfullan einstakling til að koma að þróun leikskólans frá upphafi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Tekur þátt í gerð skólanámskrár, ársáætlunar, mati á starfsemi leikskólans og þróunarverkefnum undir stjórn leikskólastjóra
- Ber ábyrgð á stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati starfsins á deildinni
- Annast daglega verkstjórn á deildinni og ber ábyrgð á að miðla upplýsingum innan skólans og stýrir deildarfundum
- Hefur umsjón með móttöku, þjálfun og leiðsögn nýrra starfsmanna deildarinnar
- Fylgist með að deildin sé búin nauðsynlegum uppeldis- og kennslugögnum í samvinnu við leikskólastjóra
- Tryggir að sérhvert barn á deildinni fái kennslu, leiðsögn, umönnun og/eða sérkennslu eftir þörfum
- Skipuleggur samvinnu við foreldra/forráðamenn barnanna á deildinni, s.s. aðlögun, dagleg samskipti og foreldraviðtöl
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leyfisbréf leikskólakennara
- Kennslureynsla á leikskólastigi
- Reynsla af stjórnun er æskileg
- Framúrskarandi samskiptahæfni, lausnamiðuð hugsun og jákvætt viðmót
- Fagleg framkoma
- Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
- Mjög góð íslenskukunnátta er skilyrði
Fríðindi í starfi
- Samgöngustyrkur
- Líkamsræktarstyrkur
- Sundkort
- 36 stunda vinnuviku er náð með 38 stunda vinnuframlagi vikulega. Starfsfólk safnar því tveimur stundum vikulega sem nýttir er sem frí á skráningardögum leikskóla Mosfellsbæjar
Advertisement published7. May 2025
Application deadline21. May 2025
Language skills

Required
Location
Vefarastræti 2-6, 270 Mosfellsbær
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (4)
Similar jobs (12)

Fagstjóri í hreyfingu
Leikskólinn Sumarhús

Leikskólakennarar
Leikskólinn Sumarhús

Leikskólakennari óskast í Krakkaborg
Leikskólinn Krakkaborg

Deildarstjóri óskast
Efstihjalli

Leikskólakennari óskast í Efstahjalla
Efstihjalli

Kennarar á unglingastigi í Álfhólsskóla 2025-2026
Álfhólsskóli

Deildarstjóri í málefnum fatlaðra
Borgarbyggð

Kennari óskast í leikskólann Akrasel
Leikskólinn Akrasel

Leikskólakennari óskast fyrir skólaárið 2025-2026
Heilsuleikskólinn Skógarás

Stöður leikskólakennara á Litlu Ásum haustið 2025
Hjallastefnan

Tónlistarkennarar óskast
Fjarðabyggð

Leikskólakennari óskast á Heilsuleikskólann Holtakot
Heilsuleikskólinn Holtakot