

Aðstoðarleikskólastjóri
Leikskólinn Sumarhús, nýr leikskóli í Helgafellslandi í Mosfellsbæ, óskar eftir að ráða aðstoðarleikskólastjóra til starfa. Leitað er að lausnamiðuðum og drífandi einstaklingi með brennandi áhuga á vellíðan og farsæld barna, framsækinni skólaþróun og framúrskarandi leikskólastarfi.
Í leikskólanum er gert ráð fyrir 150 börnum á aldrinum 1-5 ára og mun skólinn starfa eftir heilsustefnunni þar sem heilsa og vellíðan nemanda, starfsfólks og samfélagsins alls verður í forgrunni. Sköpun og leikurinn eru einnig mikilvægur hlekkur í starfinu og er þetta frábært tækifæri fyrir metnaðarfullan einstakling til að koma að þróun leikskólans frá upphafi.
- Stjórnun og daglegur rekstur ásamt leikskólastjóra
- Fagleg forysta á sviði kennslu og skólaþróunar
- Er staðgengill í fjarveru leikskólastjóra og starfar þá samkvæmt starfslýsingu hans
- Að leikskólinn starfi samkvæmt viðeigandi lögum og reglugerðum, aðalnámskrá leikskóla og menntastefnu Mosfellsbæjar
- Virkt og gott samstarf við alla aðila skólasamfélagsins
- Kennaramenntun og leyfisbréf
- Kennslureynsla á leikskólastigi
- Reynsla af stjórnun er æskileg
- Framúrskarandi samskiptahæfni, lausnamiðuð hugsun og jákvætt viðmót
- Fagleg framkoma
- Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
- Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
- Mjög góð íslenskukunnátta
- Samgöngustyrkur
- Líkamsræktarstyrkur
- Sundkort
- Afsláttur til starfsfólks af vistunargjöldum í leikskóla.
36 stunda vinnuviku er náð með 38 stunda vinnuframlagi vikulega. Starfsfólk safnar því tveimur stundum vikulega sem nýttir er sem frí á skráningardögum leikskóla Mosfellsbæjar.












