

Leikskólastjóri óskast í leikskólann Fögrubrekku
Leikskólinn Fagrabrekka er fjögra deilda leikskóli þar sem dvelja um 70 börn. Leikskólinn starfar eftir hugmyndafræði Reggio Emilia en mikil áhersla er lögð á að börnin læri af reynslu.
Megin áhersla er lögð á skapandi starf í öllum listgreinum, einnig er lögð áhersla á lýðræðisleg vinnubrögð starfsfólks og barna auk getu barna til að afla sér reynslu og þekkingar á sínum eigin forsendum. Tónlist og hreyfing er rauði þráðurinn í starfinu sem stuðlar að vellíðan og hefur í för með sér gleði og ánægju. Einkunnarorð leikskólans virðing, gleði og frumkvæði eru ávallt í forgrunni.
Við leitum að metnaðarfullum og skapandi einstakling í stöðu leikskólastjóra. Leikskólastjóri ber faglega og rekstrarlega ábyrgð á starfi leikskólans, stendur vörð um réttindi barna og stuðlar að því að barnið njóti bestu þjónustu sem mögulegt er á hverjum tíma.
Upplýsingar um leikskólann má finna á http://fagrabrekka.kopavogur.is
- Stjórnun og ábyrgð á daglegri starfsemi leikskólans og að unnið sé eftir aðalnámskrá leikskóla og skólanámskrá leikskólans
- Faglegur leiðtogi leikskólans sem deildir verkefnum og ábyrgð til starfsfólks í samræmi við skólanámskrá
- Ábyrgð á að rekstur leikskólans sé innan ramma fjárhagsáætlunar
- Ábyrgð á starfsmannamálum, svo sem ráðningu, vinnutilhögun og starfþróun
- Ábyrgð á foreldrasamstarfi
- Kynna sér nýjungar í starfi, miðla þekkingu til starfsfólks og hvetja til þróunar og nýbreytni í skólastarfi
- Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf kennara
- Framhaldsmenntun (MA, Med, MT eða diplóma að lágmarki) á sviði stjórnunar eða uppeldis- og menntunarfræða
- Reynsla af starfi og stjórnun í leikskóla
- Reynsla af rekstri leikskóla og eftirfylgni fjárhagsáætlana
- Forystuhæfileikar og góð færni í mannlegum samskiptum
- Fagleg forysta, sýn og vilji til nýbreytni og þróunar í leikskólastarfi
- Frumkvæði, lausnamiðuð hugsun og metnaður til að ná árangri í starfi
- Góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti
Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins













