
EFLA hf
EFLA er leiðandi þekkingarfyrirtæki sem veitir fjölbreytta þjónustu á öllum helstu sviðum verkfræði og tækni.
Starfsfólk samstæðunnar er um 600 talsins á Íslandi og erlendis. EFLA er með svæðisskrifstofur víðsvegar um landið og dótturfélög erlendis.
EFLA leggur mikla áherslu á að bjóða upp á nærþjónustu um allt land og starfrækir öflugar starfsstöðvar á landsbyggðinni þar sem um fjórðungur starfsfólks starfar. Við bjóðum störf óháð staðsetningu svo starfsfólk geti búið í sinni heimabyggð hvar sem er á landinu, unnið í spennandi verkefnum og tilheyrt öflugum teymum. Við bjóðum upp á afbragðs starfsumhverfi, sveigjanlegan vinnutíma og góðan starfsanda.
Öll starfsemi EFLU byggir á teymishugsun þar sem samvinna, þátttaka og samábyrgð í sterkri liðsheild eru grundvallaratriði. Gildi EFLU eru hugrekki, samvinna og traust og leggjum við mikið upp úr því að fá til liðs við okkur kraftmikið, jákvætt og metnaðarfullt starfsfólk sem skarar fram úr á sínu sviði.
EFLA er jafnlaunavottað fyrirtæki og hefur unnið frumkvöðlastarf í sjálfbærum rekstri

Brunahönnuður
EFLA leitar að metnaðarfullum og áhugasömum starfsmanni í fullt starf á byggingasviði með sérhæfingu í brunaöryggi. Við vinnum fjölbreytt verkefni í teymum þvert á svið og svæði. Við bjóðum upp á afbragðs starfsumhverfi og góðan starfsanda.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Brunahönnun fyrir allar gerðir bygginga
- Verkefnavinna og ráðgjöf tengd bruna- og öryggismálum
- Gerð útreikninga, áhættugreininga og líkana
- Gerð viðbragðs- og rýmingaráætlana
- Skýrslugerð og samskipti við yfirvöld
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun í verkfræði- eða tæknifræði
- Sérhæfing í brunatæknilegri hönnun/brunaöryggi bygginga eða áhættugreiningu
- Reynsla af brunahönnun bygginga eða mikill áhugi á sérhæfingu innan málaflokksins
- Rík hæfni til samskipta og samvinnu og metnaður til starfsþróunar
Fríðindi í starfi
- Góður og hollur matur í hádeginu
- Vellíðunarstyrkur
- Samgöngustyrkur
- Hreyfistyrkur
- Fæðingarstyrkur
- Gleraugnastyrkur
- Símastyrkur
- Símaáskrift og heimatenging
Advertisement published29. August 2025
Application deadline7. September 2025
Language skills

Required

Required
Location
Lyngháls 4, 110 Reykjavík
Type of work
Work environment
Professions
Job Tags
Other jobs (5)
Similar jobs (12)

Lagna- og loftræsihönnun
EFLA hf

Sérfræðingur í innivist
EFLA hf

Verkefnastjóri í viðhaldsráðgjöf
EFLA hf

Deildarstjóri þjónustu- og framkvæmdadeildar
Sveitarfélagið Hornafjörður

Verk- eða Tæknifræðingur óskast á Framkvæmdasvið
Norconsult Ísland ehf.

Tölfræðingur/verkfræðingur
TM

Þjónustustjóri
Olíudreifing

Verkefnastjóri í jarðvinnu
Þróttur ehf

Við erum að leita að kraftmiklum verkstjóra!
Atlas Verktakar ehf

Business Partner þróunarsviðs
atNorth

Sérfræðingur í skipatæknideild
Samgöngustofa

Quality Specialist
Controlant