Klettabær
Klettabær
Klettabær

Bókari hjá Klettabæ

Klettabær leitar að öflugum starfsmanni í 50% starf bókara hjá félaginu.

Klettabær býður uppá sértæk búsetuúrræði til langs- og skamms tíma, hvíldardvalir auk fjölbreyttrar og einstaklingsmiðaðrar þjónustu í Þjónustumiðstöð Klettabæjar og Náms- og starfssetri Klettabæjar.

Meginmarkhópur Klettabæjar eru börn og ungmenni með margþættar þarfir sem þurfa sértæka og/eða einstaklingsmiðaða nálgun og þjónustu. Unnið er eftir hugmyndafræði um fjöláfalla- og tengslamiðaðan stuðning. Markmiðið er að stuðla að jöfnum tækifærum ungs fólks til þátttöku og lífsgæða í samfélaginu á eigin forsendum. 

Starfsánægja, góð starfsaðlögun og fræðsla eru í forgrunni hjá Klettabæ.

Einkennisorð Klettabæjar eru ástríða, fagmennska, gleði og umhyggja. 

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Færsla bókhalds og afstemmingar 
  • Móttaka reikninga, bókun innkaupareikninga 
  • Bókun innborgana og millifærslna 
  • Auk ýmissa tilfallandi verkefna 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af bókhaldi og afstemmingum 
  • Viðurkenndur bókari er kostur 
  • Þekking og færni í DK bókhaldskerfi er kostur
  • Góð kunnátta og færni á Excel 
  • Jákvæðni, þjónustulund og góð samskiptahæfni 
  • Skipulagshæfni og nákvæm vinnubrögð 
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum 
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og áhugi á teymisvinnu 
Advertisement published28. April 2025
Application deadline11. May 2025
Language skills
No specific language requirements
Location
Suðurhraun 10, 210 Garðabær
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Tech-savvyPathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.Clean criminal recordPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.Microsoft ExcelPathCreated with Sketch.Billing
Work environment
Professions
Job Tags