Freyja
Freyja

Sumarafleysing á skrifstofu

Ertu þjónustulipur og skipulagður?

Sælgætisgerðin Freyja leitar eftir öflugum starfsmanni í sumarafleysingu á skrifstofu félagsins frá júní - ágúst.

Um er að ræða fjölbreytt og þjónustumiðað starf þar sem lögð er áhersla á fagleg samskipti og góð viðmót, bæði í síma, tölvupósti og í móttöku.
Viðkomandi þarf að hafa náð 18 ára aldri.

Freyja er elsta starfandi sælgætisgerð á Íslandi sem framleiðir og markaðssetur ótal vörutegundir af gómsætu sælgæti á heimsmælikvarða bæði á Íslandi og erlendis. Hjá Freyju starfa um 50 manns af öllum uppruna á tveimur stöðum, í verksmiðju fyrirtækisins á Kársnesbraut í Kópavogi og á skrifstofu- og lagerhúsnæði fyrirtækisins á Vesturvör í Kópavoginum.

Freyja er dótturfélag Langasjávar ehf. Félög í samstæðunni sérhæfa sig í framleiðslu og dreifingu á matvælum. Fyrirtækið vinnur markvisst að jafnréttismálum og stuðlar að vexti starfsmanna.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Móttaka viðskiptavina
  • Samskipti við viðskiptavini í síma/persónu og í gegnum tölvupósta
  • Taka niður vörupantanir fyrir viðskiptavini og sinna almennum sölustörfum
  • Gerð reikninga í Navision/Business Central
  • Annast önnur þau störf sem starfsmanni kunna að vera falin
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Stúdentspróf skilyrði
  • Íslensku kunnátta skilyrði
  • Reynsla af skrifstofustörfum kostur
  • Þekking á Navision/Business Central kostur
  • Nákvæmni, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Góð framkoma og lipurð í mannlegum samskiptum
Advertisement published23. April 2025
Application deadline4. May 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Very good
Location
Vesturvör 36, 200 Kópavogur
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.Microsoft Dynamics 365 Business CentralPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.PunctualPathCreated with Sketch.Meticulousness
Work environment
Suitable for
Professions
Job Tags