
Sumarafleysing á skrifstofu
Ertu þjónustulipur og skipulagður?
Sælgætisgerðin Freyja leitar eftir öflugum starfsmanni í sumarafleysingu á skrifstofu félagsins frá júní - ágúst.
Um er að ræða fjölbreytt og þjónustumiðað starf þar sem lögð er áhersla á fagleg samskipti og góð viðmót, bæði í síma, tölvupósti og í móttöku.
Viðkomandi þarf að hafa náð 18 ára aldri.
Freyja er elsta starfandi sælgætisgerð á Íslandi sem framleiðir og markaðssetur ótal vörutegundir af gómsætu sælgæti á heimsmælikvarða bæði á Íslandi og erlendis. Hjá Freyju starfa um 50 manns af öllum uppruna á tveimur stöðum, í verksmiðju fyrirtækisins á Kársnesbraut í Kópavogi og á skrifstofu- og lagerhúsnæði fyrirtækisins á Vesturvör í Kópavoginum.
Freyja er dótturfélag Langasjávar ehf. Félög í samstæðunni sérhæfa sig í framleiðslu og dreifingu á matvælum. Fyrirtækið vinnur markvisst að jafnréttismálum og stuðlar að vexti starfsmanna.
- Móttaka viðskiptavina
- Samskipti við viðskiptavini í síma/persónu og í gegnum tölvupósta
- Taka niður vörupantanir fyrir viðskiptavini og sinna almennum sölustörfum
- Gerð reikninga í Navision/Business Central
- Annast önnur þau störf sem starfsmanni kunna að vera falin
- Stúdentspróf skilyrði
- Íslensku kunnátta skilyrði
- Reynsla af skrifstofustörfum kostur
- Þekking á Navision/Business Central kostur
- Nákvæmni, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
- Góð almenn tölvukunnátta
- Góð framkoma og lipurð í mannlegum samskiptum













