

Þjónustufulltrúi í Þjónustuver BAUHAUS
Þjónustufulltrúi í Þjónustuver BAUHAUS
BAUHAUS leitar að jákvæðum og ábyrgðarfullum þjónustufulltrúa. Þjónustufulltrúi ber ábyrgð á að veita viðskiptavinum BAUHAUS faglega og fyrsta flokks þjónustu. Þjónustufulltrúi er hluti af vefverslun BAUHAUS og tekur þátt í þróun hennar.
Helstu verkefni
- Þjónusta við viðskiptavini í síma, tölvupóst og öðrum miðlum
- Önnur tilfallandi verkefni í vefverslun
Hæfniskröfur
- Reynsla úr þjónustustarfi
- Hæfni í samskiptum og rík þjónustulund
- Sjálfstæð vinnubrögð, skipulag og frumkvæði
- Áhugi og metnaður til að ná árangri í starfi
- Jákvætt hugarfar
BAUHAUS er byggingavöruverslanakeðja með yfir 300 verslanir víðsvegar um Evrópu og meira en 20.000 starfsmenn. BAUHAUS er vaxandi fyrirtæki í verslun og þjónustu á Íslandi og leggur sig fram við að skapa gott umhverfi fyrir starfsfólkið.
Hjá BAUHAUS á Íslandi starfa yfir 120 manns og er markmið þeirra að bjóða viðskiptavinum sínum upp á mikið vöruúrval, faglega þekkingu og góða þjónustu. BAUHAUS er staðsett í 22.000 m2 vöruhúsi í Reykjavík og eru yfir 120.000 vörunúmer á vöruskrá.
Stoðir BAUHAUS eru mikið úrval, gæði og lágt verð.
Markmið BAUHAUS er að vera eftirsóknarverður vinnustaður þar sem öll njóta jafnra tækifæra í starfi. Við hvetjum öll áhugasöm til þess að sækja um starfið, óháð kyni og bakgrunni.
Opnunartími Þjónustuvers BAUHAUS er 09:00 - 15:15 alla virka daga.
- Þjónusta við viðskiptavini í síma, tölvupóst og öðrum miðlum
- Önnur tilfallandi verkefni í vefverslun
- Reynsla úr þjónustustarfi
- Hæfni í samskiptum og rík þjónustulund
- Sjálfstæð vinnubrögð, skipulag og frumkvæði
- Áhugi og metnaður til að ná árangri í starfi
- Jákvætt hugarfar












