Bókari
Við leitum að metnaðarfullum bókara til að ganga til liðs við teymið okkar.
Ef þú hefur reynslu af bókhaldi og ert með góða skipulagshæfni hvetjum við þig til að sækja um.
Bókari sinnir ýmsum fjármálatengdum verkefnum, svo sem færslu kostnaðarbókhalds, afstemmingum, uppsetningu og færslu innkaupapantana/innkaupasamninga ásamt öðrum tengdum verkefnum.
• Færsla á kostnaðarbókhaldi
• Yfirferð reikninga
• Afstemmning lánardrottna
• Uppsetning og færsla innkaupapantana / innkaupasamninga
• Afstemming kreditkorta
• Önnur almenn verkefni á fjárhagssviði
• 1-3 ára reynsla af bókhaldi og/eða innkaupum í fjárhagskerfi
• Menntun sem nýtist í starfi
• Góð tölvukunnátta
• Nákæmni og samviskusemi
• Jákvætt viðmót og góð samskiptahæfni
• Góð íslensku- og enskukunnátta
Hjá Controlant starfar fjölbreyttur hópur einstaklinga með ólíkan bakgrunn.
Við hvetjum alla til að sækja um óháð kyni.