Iðan fræðslusetur
Iðan fræðslusetur
Iðan fræðslusetur

Lífsferilsgreiningar fyrir byggingar - LCA

Námskeið um lífsferilsgreiningar sem skylt er að leggja fram með umsóknum um byggingarleyfi í umfangsflokkum 2 og 3.

Þetta námskeið er fyrir fólk í bygginga- og mannvirkjagreinum sem kemur að efnisvali og framkvæmdum bygginga og mannvirkja, lífsferilgreining á byggingu kemur að öllu efnismagni byggingarinnar og tengist því þverfaglega inn á mismunandi hönnunarsvið.

Markmið þess er að kynna þátttakendur fyrir lífsferilsgreiningum bygginga og hugmyndafræði þeirra, hvernig þær eru gerðar og hvernig megi lágmarka kolefnisspor framkvæmda.

Á námskeiðinu skoðum við hvernig lífsferilgreiningar tengjast sjálfbærninni og hringrásarhagkerfinu, sjáum hvernig er hægt að taka heildstæðar ákvarðanir um efnisval og því lágmarka kolefnisspor og skaðleg áhrif á umhverfið. Fjallað verður um umhverfisvottanir og hvernig þær hafa verið leiðandi í að setja auknar kröfur á hönnun bygginga hvað varðar gæði og sjálfbærni, þar eru sem dæmi kröfur í bæði BREEAM og Svansvottun sem tengjast lífsferilsgreiningum.

Námskeiðið er verklegt að hluta til svo æskilegt er að þátttakendur taki með sér fartölvu.  Einnig er hægt að fá lánaða tölvu á kennslustað. Nánari upplýsingar um undirbúning verða sendar þátttakendum.

Námskeiðið er í tveimur hlutum, hvor í sinni vikunni.

  • Mikilvægt er að mæta báða dagana og ekki er hægt að mæta bara seinni daginn
  • Mæta með tölvu, engan sérstakan hugbúnað við þurfum bara nettengingu
Hefst
26. sept. 2025
Tegund
Staðnám
Tímalengd
2 skipti
Deila
Senda í Messenger
Deila með öðrum
Afrita hlekk
Flokkar