Iðan fræðslusetur
Iðan fræðslusetur
Iðan fræðslusetur

Endurmenntun atvinnubílstjóra - vistakstur

Þarft þú að endurnýja réttindi þín til atvinnuaksturs?

Námskeiðið er fyrir alla bílstjórar með réttindi í flokkum C, C1, D og D1 sem vilja viðhalda atvinnuréttindum sínum. Þetta námskeið flokkast undir hlutann öryggi.

Markmiðið er að bílstjórinn þekki hugmyndafræði vistaksturs og með hvaða hætti hann getur lágmarkað eldsneytiseyðslu og umhverfismengun og hámarkað öryggi sitt og annarra í umferðinni með réttu aksturslagi. Að því er stefnt að bílstjórinn: Skilji mikilvægi mengunarvarna og umhverfisverndar, þekki virkni vélarinnar og þau efni sem valda hvað mestum skaða í umhverfinu, aki með vistvænum hætti þannig að hann geti lágmarkað eldsneytiseyðslu, t.d. með skynsamlegri notkun vélarafls og hemla, aki af öryggi og framsýni og geti greint vísbendingar um hættur í umferðinni.

Á námskeiðinu verður fjallað um:

  • Vistfræði og mengun
  • Vistvænan akstur
  • Mengunarvarnir
  • Notkun hemla
  • Umhverfisvænan drifbúnað
  • Umferðarslys og fyrirbyggjandi aðgerðir
  • Öryggisskoðun ökutækja og búnaðar
  • Þreyta, athygli og truflun við akstur
Hefst
20. sept. 2025
Tegund
Staðnám og fjarnám
Tímalengd
1 skipti
Deila
Senda í Messenger
Deila með öðrum
Afrita hlekk
Flokkar