Iðan fræðslusetur
Iðan fræðslusetur
Iðan fræðslusetur

Endurmenntun atvinnubílstjóra - skyndihjálp

Þarft þú að klára verklegan hluta fyrir endurmenntun atvinnubílstjóra?

Alla bílstjórar með réttindi í flokkum C, C1, D og D1 sem vilja viðhalda atvinnuréttindum sínum. Þetta námskeið flokkast undir hlutann öryggi. Hér geta bílstjórarar skoðað sína stöðu gagnvart námskeiðum. Ef engin námskeið birtast, eru engin námskeið í gildi eða hafa ekki verið skráð af námskeiðshöldurum. Atvinnubílstjórar sem aka bílum í flokkum C, C1, D og D1 þurfa að að ljúka fimm endurmenntunarnámskeiðum á síðustu fimm árum fyrir endurnýjun til að fá tákntöluna 95 í skírteinið sitt. 95 tákntalan gerir bílstjórum kleift að starfa við akstur innan EES svæðisins. Frekari upplýsingar má nálgast á vef Samgöngustofu

Markmið námsins er að gera bílstjórana færari til að vinna við slysa- og brunavettvang á og í farartækjum. Auka líkur á að hægt sé að halda slysavettvangi a.m.k. í sama ástandi eða betri og við komu þeirra, þar til heilbrigðisstarfsfólk tekur við vettvangnum. Að auka þekkingu fólks á notkun handslökkvitækja, getu þeirra og takmörkunum. Auka möguleika bílstjóranna til að bjarga eða minnka skaðann á 15-50 milljón króna farartæki sem þeir hafa umsjón með, með þeim búnaði sem þeir hafa á staðnum og/eða í nágrenninu.

Samkvæmt nýrri námsskrá samgöngustofu þarf a.m.k. eitt námskeið af þeim fimm sem atvinnubílstjórar þurfa að taka að vera verklegt og fellur þetta námskeið undir þá skilgreiningu.

Hefst
27. sept. 2025
Tegund
Staðnám
Tímalengd
1 skipti
Deila
Senda í Messenger
Deila með öðrum
Afrita hlekk
Flokkar