
Velferðarsvið Mosfellsbæjar - Búsetukjarnar
Vinnustaðurinn

Um vinnustaðinn
Mosfellsbær þjónustar alls 11 búsetukjarna fyrir fatlað fólk auk áfangaheimili fólks með miklar þjónustuþarfir. Þessi sértæku búsetuúrræði eru ætluð fötluðum einstaklingum sem þurfa umtalsverðan stuðning við heimilishald og athafnir daglegs lífs. Leiðarljós Mosfellsbæjar í málaflokki fatlaðs fólks eru þau réttindi sem samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks kveður á um. Hugtök eins og virðing, virk þátttaka í samfélaginu, jöfn tækifæri og jafnrétti, aðgengi og bann við mismunun, eru áhersluatriði stefnunnar. Mosfellsbær leggur einnig áherslu á að sú grunnþjónusta sem öllum íbúum sveitarfélagsins er tryggð í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga standi fötluðu fólki til boða til jafns við aðra íbúa sveitarfélagsins enda er veiting grunnþjónustu til jafns við aðra til þess gerð að auka jöfnuð í samfélaginu. Til viðbótar við grunnþjónustu stýra lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir einnig starfi Mosfellsbæjar gagnvart þjónustu við fatlað fólk.
Þverholt 2, 270 Mosfellsbær
51-200
starfsmenn