Velferðarsvið Mosfellsbæjar - Búsetukjarnar

Velferðarsvið Mosfellsbæjar - Búsetukjarnar

Vinnustaðurinn
Velferðarsvið Mosfellsbæjar - Búsetukjarnar
Um vinnustaðinn
Mosfellsbær þjónustar alls 11 búsetukjarna fyrir fatlað fólk auk áfangaheimili fólks með miklar þjónustuþarfir. Þessi sértæku búsetuúrræði eru ætluð fötluðum einstaklingum sem þurfa umtalsverðan stuðning við heimilishald og athafnir daglegs lífs. Leið­ar­ljós Mos­fells­bæj­ar í mála­flokki fatl­aðs fólks eru þau rétt­indi sem samn­ing­ur Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi fatl­aðs fólks kveð­ur á um. Hugtök eins og virð­ing, virk þátttaka í sam­fé­lag­inu, jöfn tæki­færi og jafn­rétti, að­gengi og bann við mis­mun­un, eru áhersluatriði stefn­unn­ar. Mos­fells­bær legg­ur einn­ig áherslu á að sú grunn­þjón­usta sem öll­um íbú­um sveit­ar­fé­lags­ins er tryggð í lög­um um fé­lags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga standi fötl­uðu fólki til boða til jafns við aðra íbúa sveit­ar­fé­lags­ins enda er veit­ing grunn­þjón­ustu til jafns við aðra til þess gerð að auka jöfn­uð í sam­fé­lag­inu. Til við­bót­ar við grunn­þjón­ustu stýra lög um þjón­ustu við fatlað fólk með langvar­andi stuðn­ings­þarf­ir einn­ig starfi Mos­fells­bæj­ar gagn­vart þjón­ustu við fatlað fólk.
Þverholt 2, 270 Mosfellsbær

51-200

starfsmenn