
Advania
Ert þú að leita að okkur?

Um vinnustaðinn
Hjá Advania á Íslandi starfa um 600 sérfræðingar við að einfalda störf viðskiptavina okkar með snjallri nýtingu á upplýsingatækni. Þó við séum sérfræðingar í tækni viljum við veita framúrskarandi þjónustu. Við hlúum að fólkinu okkar og hjálpumst að við að skapa lifandi vinnustað.
Advania á Íslandi er hluti af Advania-samstæðunni sem er meðal umsvifamestu upplýsingatæknifyrirtækja á Norðurlöndum. Samstæðan er með 25 starfsstöðvar í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi, Bretlandi og Íslandi. Hjá henni starfa um 3500 sérfræðingar í upplýsingatækni.

UN Global Compact

Jafnlaunavottun

Aðildarfélag Festu fyrir samfélagsábyrgð
Guðrúnartún 10, 105 Reykjavík

Betri vinnustaður með réttum áherslum
Við viljum vera besti vinnustaður landsins og hlúa vel að starfsfólki okkar. Vinnuaðstaðan í höfuðstöðvum Advania í Guðrúnartúni hefur mótast af óskum starfsfólks og í takt við fyrirtækjamenninguna. Þar er fyrsta flokks mötuneyti, fullbúinn líkamsræktarsalur og búningsaðstaða, fyrirmyndar aðstaða fyrir hjólandi fólk ásamt líflegu kaffihúsi sem Advania rekur.

501-1000
starfsmenn
Fjarvinna
Við trúum því að vinna sé ekki bundin við eitt skrifborð
Matur
Niðurgreiddur, fjölbreyttur og góður matur á hverjum degi
Heilsa
Við leggjum ríka áherslu á líkamlegt og andlegt heilbrigði
Samgöngur
Góður samgöngustyrkur
Líkamsræktaraðstaða
Fullbúinn líkamsræktarsalur til frjálsra afnota
Skemmtun
Öflugt starfsmannafélag og klúbbar
