Orkuveitan

Orkuveitan

Við erum aflvaki sjálfbærrar framtíðar
Orkuveitan
Um vinnustaðinn
Orkuveitan styður vaxandi samfélög, heimili og atvinnulíf með nýsköpun í orku, veitustarfsemi og kolefnisbindingu. Hjá Orkuveitunni leggjum við áherslu á að vinna með fólki með fjölbreyttan bakgrunn sem býr yfir eða hefur vilja til að byggja upp þá hæfni sem hentar verkefnum hverju sinni. Við tökum forystu í verkefnum og hjá okkur ríkir jákvæður starfsandi. Við tryggjum góðan aðbúnað, sveigjanleika og sköpum starfsfólki aðstæður til að samræma kröfur vinnu og annarra þátta lífsins. Við nýtum okkur tækni í starfsumhverfi og starfsfólk nýtur jafnréttis. Saman erum við lipur, lærdómsfús og óhrædd að prófa nýja hluti til að skapa eftirtektarverðar lausnir og ná hámarks árangri fyrir viðskiptavini og samfélagið.

Aðildarfélag Festu fyrir samfélagsábyrgð

Heimsmarkmiðin

Jafnlaunavottun

ISO 9001 - Gæðastjórnunarstaðall

Jafnlaunaúttekt PWC

UN Global Compact

Bæjarháls 1, 110 Reykjavík
Jafnrétti
Orkuveita Reykjavíkur leggur metnað sinn í að gæta jafnréttis milli starfsfólks fyrirtækisins með því að vinna markvisst að því að: starfskjör kynja séu jöfn. gera starfsfólki kleift að samræma sem best einkalíf og starfsábyrgð. auka fjölbreytni innan fyrirtækja/hópa/sviða/ deilda til að mynda varðandi kynferði, aldur, kynhneigð, trúarbrögð, skoðanir, þjóðerni, kynþátta, litarhátta, efnahag og stöðu að öðru leyti. jafna hlutfall kynja innan OR samstæðunnar og einstakra fyrirtækja/hópa/sviða/deilda. efla jafnréttismenningu starfsfólks OR samstæðunnar. efla fræðslu og vitund starfsfólks um málefni og áskoranir minnihlutahópa. vinna gegn einelti, kynbundnu ofbeldi, kynbundnu áreitni og kynferðislegri áreitni innan fyrirtækisins. tekið sé mið af jafnréttissjónarmiðum við stefnumótun og stærri ákvarðanatöku. tryggja gott aðgengi og vinnuaðstöðu á grundvelli líkamlegs og andlegs atgervis.
Faglegar ráðningar
Þegar ráðið er í störf er byggt á faglegu ráðningaferli þar sem jafnræðis og hlutleysis er gætt og val miðast við reynslu, menntun og hæfni til að takast á við starfið. Við tökum vel á móti nýju starfsfólki og það fær markvissa starfsþjálfun og fræðslu um starfsemi fyrirtækisins.

501-1000

starfsmenn

Skemmtun

Orkuveitusamstæðan er lifandi vinnustaður og félagslífið er öflugt. OR og starfsmannafélagið STOR standa fyrir fjölda viðburða ár hvert; páskabingói, söngkeppninni Orkuvision, árshátíð, haustferð í Þórsmörk, fjölskyldudegi í Elliðaárdal og fjölda jólaviðburða. Að auki eru hefur starfsfólk stofnað fjölda klúbba um áhugamál sín; svo sem golf, hestamennsku, vélhjól og handavinnu. Fyrir utan þessa sameiginlegu viðburði er oft líf og fjör hjá einstaka deildum og sviðum, til að hrista fólk saman og gera vinnuumhverfið skemmtilegt.

Vinnutími

Á vinnustaðnum er mikið lagt upp úr því að starfsfólk eigi gæðastundir í vinnu og einkalífi og nái að samræma vinnu og fjölskyldu- og einkalíf. Vinnutími er sveigjanlegur sé þess kostur og við bjóðum börn velkomin á vinnustaðinn.

Hreyfing

Starfsfólk hefur þess kost að stunda líkamsrækt í góðri aðstöðu í Bræðslunni og þar eru líka fastir tímar, m.a. í crossfit, dans fitness og jóga.

Gott starfsumhverfi
Hjá okkur er jákvæður starfsandi sem einkennist af sterkri liðsheild, uppbyggilegum skoðanaskiptum, virðingu og umburðarlyndi í samskiptum. Við leggjum mikla áherslu á öryggi starfsfólks og heilsusamlegt vinnuumhverfi og gætum þess að aðbúnaður starfsfólks sé til fyrirmyndar á öllum sviðum. Starfsfólki okkar eru skapaðar góðar aðstæður til að samræma kröfur starfs- og fjölskylduábyrgðar eins og kostur er. Hjá okkur er einelti og kynferðisleg áreitni ekki liðin.